Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 10:02 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Formaður HSÍ segir fjárhagsstöðu sambandsins grafalvarlega. Sambandinu refsist fyrir góðan árangur landsliða sinna sem taki á rekstur þess. Leitað er nýrra leiða til að rétta fjárhaginn af. Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira