Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Óvænt tap HK gegn Stjörnunni

    HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Fylki örugglega af velli

    Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spila með rauð nef í kvöld

    Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ fellir niður sekt Hattar

    Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fella niður 250.000 króna sekt til handa handknattleiks deild Hattar eftir að liðið mætti ekki til leiks gegn ÍBV í 1. deildinni á dögunum. Eyjamönnum var dæmdur 10-0 sigur í leiknum, en þau úrslit munu standa. Formaður handknattleiksdeildar Hattar og Formaður HSÍ segja að sátt hafi náðst í málinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði Fylki

    Fram er enn í þriðja sæti DHL deildar karla í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Fylki í Safamýri 34-29 eftir að hafa leitt í hálfleik 18-12. Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram tekur á móti Fylki

    Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Fram taka þá á móti Fylki í Framhúsinu í Safamýri og hefst leikurinn klukkan 20. Fram er í þriðja sæti deildarinnar, en Fylkir er í næst neðsta sæti. Þá er rétt að minna á stórleik í kvennakörfunni þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík í Keflavík klukkan 19:15.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri lagði Val

    Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta í dag 25-22. Goran Gusic skoraði 8 mörk fyrir Akureyri en þeir Ingvar Árnason og Baldvin Þorsteinsson skoruðu 4 hvor fyrir Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu ÍR

    Haukar lögðu ÍR 31-29 í DHL deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í leikhléi 16-13. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Guðmundur Pedersen 7. Brynjar Steinarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og þeir Jón Gunnarsson og Björgvin Hólmgeirsson 6 hvor.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hálfleiksstaðan í DHL deildinni

    Haukar hafa yfir 16-13 gegn ÍR í viðureign liðanna í DHL deild karla á Ásvöllum. Guðmundur Pedersen og Árni Sigtryggsson hafa skorað 5 mörk hvor fyrir Hauka, en þeir Brynjar Steinarsson, Jón Gunnarsson og Linaf Kalasuaskas 3 hver fyrir ÍR.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Auðveldur sigur Fram á Stjörnunni

    Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram burstuðu Stjörnuna 31-20 í Safamýri. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Fram í dag, þar af 9 úr vítum, en Guðmundur Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Handboltinn stendur höllum fæti í Hafnarfirði

    Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði Akureyri

    Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram lögðu lið Akureyrar 32-29 eftir að hafa verið með sjö marka forskot í leikhléi 19-12. Jóhann Einarsson skoraði 9 mörk fyrir Fram og Sigfús Sigfússon 7, en Goran Gusic skoraði 11 mörk fyrir Akureyri, þar af 10 úr vítum. Fram er í þriðja sæti deildarinnar en Akureyri í því fjórða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri og Fram mætast í 8-liða úrslitunum

    Í dag var dregið í 8-liða úrslit SS-bikarsins í handbolta í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki er aðeins einn úrvalsdeildarslagur þar sem Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum Fram. Stórleikurinn í kvennaflokki er án efa viðureign Hauka og Stjörnunnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan upp í fjórða sæti

    Stjarnan er komið upp í 4. sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Fylki í Árbænum í dag, 27-24. Fram sigraði ÍR í Breiðholtinu, 40-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ótrúlegur sigur Vals

    Arnór Gunnarsson tryggði Valsmönnum dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í dag þegar hann skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 30-29 fyrir Val sem er komið á topp DHL-deildarinnar að nýju. Í DHL-deild kvenna vann Grótta sigur á Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Í banni næstu tvo leikina

    Tite Kalandadze, stórskytta Stjörnunnar, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í leik gegn Akureyri á dögunum. Hann missir því af leikjum gegn Fylki og Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram í 8-liða úrslitin

    Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum SS bikarsins í handbolta þegar þeir lögðu Fylki 34-31 á heimavelli sínum, eftir að gestirnir höfðu verið með tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Þá vann Akureyri öruggan sigur á ÍR 2 með 33 mörkum gegn 26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram mætir Fylki í SS bikarnum í kvöld

    Tveir leikir fara fram í SS bikar karla í handbolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Fram og Fylkis sem hefst klukkan 19:15 í Framhúsinu, en þá mætast ÍR 2 á og Akureyri nú klukkan 18:30. 16-liða úrslitunum lýkur svo annað kvöld þegar ÍBV tekur á móti Hetti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu Val

    Haukar lögðu Valsmenn í stórleik kvöldsins í SS-bikar karla í handbolta 27-24 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valsmenn eru því úr leik í bikarkeppninni en Haukar eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þróttarar mættu ekki í lyfjapróf

    Þrír leikmenn handknattleiksliðs Þróttar í Vogum skrópuðu í lyfjapróf eftir bikarleik gegn Stjörnunni í gær og eiga tveggja ára keppnisbann yfir höfði sér. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar úr leik

    Karlalið Hauka er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 29-19 tap fyrir Paris Handball á heimavelli sínum í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leiknum með 10 marka mun og sáu því vart til sólar í einvíginu. Fyrr í dag féllu Fylkismenn úr Áskorendakeppni Evrópu eftir naumt tap gegn St. Otmar frá Sviss.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri skellti Stjörnunni

    Akureyri vann nokkuð sigur á Stjörnunni í Ásgarði í leik kvöldsins í DHL deild karla í handknattleik 23-22, eftir að heimamenn höfðu 5 marka forskot í hálfleik. Akureyri skaust með sigrinum í 3. sæti deildarinnar og hefur hlotið 7 stig í 5 leikjum, en Stjarnan er í 5. sæti með 4 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir úr leik

    Fylkir er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir annað naumt 30-29 tap fyrir svissneska liðinu St. Otmar ytra, en fyrri leik liðanna lauk með sama markamun í gær og því er íslenska liðið úr leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn aftur á toppinn

    Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Valsmenn skelltu sér aftur á topp deildarinnar með 31-25 sigri á ÍR. Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með 7 mörk en Davíð Georgsson skoraði 8 fyrir botnlið ÍR.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK á toppinn

    HK skellti sér á toppinn í dhl deild karla í kvöld með sigri á Haukum 26-21 í Digranesi. HK hefur 9 stig í efsta sæti deildarinnar en Valsmenn hafa 8 stig og eiga leik til góða. Haukar eru í sjötta sætinu með 4 stig eftir 6 leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur Akureyri á Fylki

    Akureyri komst upp fyrir Fylki og í 3. sæti DHL-deildar karla í handbolta með því að sigra Árbæjarliðið á heimavelli sínum í kvöld, 30-27. Akureyri er nú komið með 5 stig eftir fjóra leiki en Fylkir er með sama stigafjölda eftir fimm leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur vann í Laugardalshöllinni

    Valsmenn unnu öruggan og sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Fram í DHL-deild karla, 30-25, en leiknum Í Laugardalshöllinni var að ljúka rétt í þessu. Valur endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar en Framarar sitja áfram í næst neðsta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK skellti ÍR í Breiðholti

    HK endurheimti toppsæti DHL-deildar karla í handbolta í dag með því að vinna nauman útisigur á ÍR-ingum í Breiðholti, 21-22. HK er með sjö stig á toppi deildarinnar en Valsmenn, sem koma í öðru sæti með sex stig, mæta Fram á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Hauka

    Stjarnan lagði Hauka 33-29 á útivelli í leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta og náði með þessum mikilvæga sigri að rétta sinn hlut nokkuð í deildinni eftir slæma byrjun. Bæði lið eru með 4 stig eftir 5 umferðir í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tveir stórleikir í 16 liða úrslitunum

    Í dag var dregið í 16 liða úrslit karla í ss bikarnum í karlaflokki og þar verða tveir stórleikir á dagskrá. Íslandsmeistarar Fram mæta Fylki og Haukar taka á móti Valsmönnum, en leikirnir verða spilaðir 15. nóvember.

    Handbolti