Handbolti

Andri: Gott að fá Fram

„Algjör vinnusigur. Við vorum full værukærir í síðari hálfleik og þetta bar öll þess merki að við værum búnir að vinna deildina. Við ákváðum að taka þessu rólega og það er ekki hægt í nútíma handbolta eins og sást," sagði Andri Stefan Guðrúnarson eftir sigur Hauka á Stjörnunni.

„Við spýttum aðeins í lófana í lokin og skiluðum leiknum sem var gott. Það var mikilvægt að halda sigurgöngunni áfram inn í úrslitakeppnina. Við höfum unnið nánast alla leiki eftir áramót, þrettán sigrar og eitt jafntefli í fjórtán leikjum. Það er mikilvægt að taka það með sér inn í úrslitakeppnina í stað þess að taka eitthvað óþarft tap gegn töluvert veikari andstæðing."

„Sigurbergur og Arnar fengu hvíld og við eigum stráka sem munu leika mikið á næsta ári og þeir stóðu sig ágætlega núna og ég nokkuð sáttur við þetta allt saman. Það er mjög gott að fá Fram. Ég vildi fyrirfram frekar fá Fram núna því HK er á betra róli núna en Fram. Framarar hafa verið misjafnir og HK sýnt meiri stöðuleika. Ég sé HK - Val vera jafna rimmu. Þetta eru spennandi tímar," sagði Andri að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×