Handbolti

Síðasta tækifæri FH-inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það verður hart barist í leik Fram og FH í dag.
Það verður hart barist í leik Fram og FH í dag. Mynd/Anton
Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00.

Fram og FH eiga í mikilli baráttu um fjórða sæti deildarinnar og það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor.

Fram er sem stendur í fjórða sætinu með 21 stig en FH er í því fimmta með átján.

Með sigri í dag tækist FH-ingum því að minnka muninn í eitt stig en Fram á erfiðan leik á útivelli gegn Akureyri í lokaumferðinni. Á sama tíma mætir FH botnliði Víkings á heimavelli.

Akureyri á ekki möguleika á sæti í úrslitakeppninni en á það á hættu að missa Stjörnuna fyrir ofan sig. Það er því ekki ólíklegt að Akureyri þurfi á minnst stigi að halda í lokaumferðinni.

Leik Fram og FH verður lýst beint hér á Vísi.

Leikir dagsins:

Haukar - HK

Valur - Akureyri

Fram - FH

Víkingur - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×