Handbolti

Víkingur féll í 1. deild

Víkingur er fallinn aftur niður í 1. deild.
Víkingur er fallinn aftur niður í 1. deild. Mynd/Stefán
Víkingur féll í kvöld úr N1 deild karla í handbolta þegar liðið tapaði fyrir HK á heimavelli sínum 29-26.

Á sama tíma vann Stjarnan 29-26 sigur á Akureyri í Mýrinni og því er ljóst að Víkingar geta ekki náð Garðbæingum að stigum í töflunni og leika í 1. deild á næstu leiktíð.

Valsmenn fóru langt með að tryggja sér annað sætið í deildinni með öruggum sigri á Fram í kvöld 32-25. Safamýrarpiltar misstu þriðja sætið í hendur HK manna með tapinu.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 22-17 sigur á grönnum sínum í FH í kvöld. Valur er í öðru sæti með 25 stig, HK hefur 20 stig í þriðja sæti, Fram hefur 19 stig í fjórða sæti og FH hefur 18 stig í fimmta sæti. Akureyri er í sjötta sæti með 16 stig, Stjarnan hefur 13 stig í sjöunda og Víkingur rekur lestina með aðeins 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×