Handbolti

Valsmenn héldu sigurgöngunni áfram á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsarinn Sigurður Eggertsson.
Valsarinn Sigurður Eggertsson. Mynd/Arnþór

Valsmenn eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti HK í N1 deild karla en úrslitakeppnin hófst í kvöld. Valsmenn unnu nokkuð öruggan sex marka sigur,25-19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7.

Fannar Þór Friðgeirsson átti stórleik í liði Vals ásamt Ólafi Hauki Gíslasyni markverði. Fannar skoraði alls 11 mörk í leiknum. Hjá HK skoraði Valdimar Fannar Þórsson mest eða sex mörk.

Annar leikur liðanna fer fram í Digranesinu á mánudaginn kemur og þar geta Valsmenn tryggt sér sæti í lokaúrslitunum.

Valsmenn voru með þriggja markskot í hálfleik, 10-7, á móti HK.

Valsmenn höfðu frumkvæðið allan leikinn en Valur hefur ekki tapað heimaleik í allan vetur. Forskot Valsliðsins var á bilinu tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik en Hlíðarendapiltar juku síðan forskotið í seinni hálfleiknum.

Fyrirliðinn Ólafur Haukur Gíslason varði mjög vel í marki Vals og átti mikinn þátt í góðum sigri heimamanna.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×