Fram í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 15:39 Rúnar Kárason verður í eldlínunni í dag. Mynd/Stefán Fram tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á FH, 30-26. Þar með er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppnina en FH þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á því. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Tölfræðin birtist einnig hér neðst í greininni.Leik lokið: Fram - FH 30-26 FH-ingar ósáttir við dómarana. Hefðu getað minnkað muninn í eitt. Bjarni fór inn úr horninu úr þröngri stöðu en skoraði ekki. FH-ingar vildu meina að brotið hafi verið á honum. Rúnar skoraði sitt þriðja mark í röð í kjölfarið og Fram fékk svo síðustu sóknina og skoraði úr henni.59. mínúta: Fram - FH 28-26 Fram missir boltann og FH skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn eitt mark og Rúnar skorar aftur. FH missir svo boltann í næstu sókn og Fram getur aukið muninn í þrjú mörk þegar ein og hálf mínúta er eftir. Mikilvægt. 57. mínúta: Fram - FH 27-25 Bjarni Fritzson skorar og minnkar muninn í tvö mörk. Rúnar Kárason svarar fyrir Fram en hann var settur í skammarkrókinn af Viggó þjálfara í seinni hálfleik. Fékk þó að koma inn aftur eftir að sóknarleikur Fram hrundi. Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH og munurinn aftur tvö mörk.55. mínúta: Fram - FH 26-23 FH-ingar hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk en nýttu ekki sókn sína. Framarar fara þó illa að ráði sínu í næstu sókn og gestirnir fá aftur boltann. 51. mínúta: Fram - FH 25-22 Framarar eru í miklum vandræðum eð sinn sóknarleik og FH er að skora mörg auðveld mörk þessa stundina. Þeim gengur hins vegar illa að stilla upp í sókn gegn vörn Framara. Munurinn þó aðeins þrjú mörk og nóg eftir.49. mínúta: Fram - FH 24-20 Nú hafa FH-ingar skorað þrjú mörk í röð og það er hlaupin smá spenna í leikinn. 44. mínúta: Fram - FH 24-17 Framarar svara með þremur mörkum í röð eftir að FH missir mann af velli.41. mínúta: Fram - FH 21-17 Nú er allt í einu allt stopp hjá Frömurum og FH-ingar ganga á lagið. Það er allt annað að sjá til varnarleiks gestanna og þá hafa auðveldu mörkin fylgt í kjölfarið.39. mínúta: Fram - FH 20-15 FH skorar fjögur mörk í röð eftir hreint skelfilegan leikkafla í sókn Framara. Daníel í FH-markinu er líka byrjaður að verja.36. mínúta: Fram - FH 19-11 Vörnin er sem fyrr öflug hjá Fram og þeir eru að sigla langt fram úr enn á ný.32. mínúta: Fram - FH 17-10 Síðari hálfleikur hafinn og Fram heldur uppteknum hætti. Magnús þegar búinn að verja tvö í síðari hálfleik.Hálfleikur: Fram - FH 16-10 Kominn hálfleikur hér í Safamýrinni og ekkert mark skorað eftir leikhléið. Framarar sýndu smá veikleikapunkta síðustu mínúturnar í hálfleiknum en ef því verður kippt í lag í hálfleik ættu heimamenn engar áhyggjur að hafa. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 Stefán B. Stefánsson 4 Magnús Stefánsson 2 Rúnar Kárason 2 Guðmundur Hermannsson 1 Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 4 Jónatan Jóhannsson 2 Ólafur Gústafsson 1 Hermann Björnsson 1 Ásbjörn Friðriksson 1 Bjarni Fritzson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 Daníel Andrésson 2/1 29. mínúta: Fram - FH 16-10 Besti leikkafli FH til þessa og gestirnir ná að saxa á forskot Framara. Viggó þjálfari tekur leikhlé þegar ráðaleysi grípur um sig í sókn Fram nánast í fyrsta sinn í leiknum.24. mínúta: Fram - FH 15-7 Það er lítil spenna í þessum leik eins og er. Framarar virðast ekkert ætla að slaka á klónni.20. mínúta: Fram - FH 13-6 Framarar eru að bjóða upp á þrumusleggjur af löngu færi og sirkusmörk. Magnús heldur áfram að verja vel í marki Fram. Rúnar Kárason kom inn á eftir að hafa ekkert spilað fyrsta korterið og setti tvö mörk í röð.15. mínúta: Fram - FH 9-4 FH-ingar sýna aðeins efnilegri takta í sókninni og skora tvö í röð. Framarar gefa þó lítið eftir og halda fimm marka forystu.13. mínúta: Fram - FH 8-2 Þrjú mörk frá Fram í röð og FH-ingar taka leikhlé. Gestirnir þurfa að finna einhverjar lausnir og það hið fyrsta. Vörn Framara er búin að vera fín og Magnús í markinu búinn að taka fjóra bolta, þar af eitt víti. 10. mínúta: Fram - FH 5-2 FH-ingar komast loksins á blað og skora tvö mörk í röð. Bæði lið hafa þó klikkað á vítum en Fram kemst aftur þremur mörkum yfir þegar Jóhann Gunnar nýtir vítakast í fyrsta sinn í leiknum.6. mínúta: Fram - FH 4-0 Framarar eiga í engum vandræðum með að labba í gegnum vörn FH sem að sama skapi á engin svör við varnarleik Framara. Algjört úrræðaleysi hjá Hafnfirðingum.3. mínúta: Fram - FH 2-0 Fram byrjar vel og FH-ingar virðast eiga í erfiðleikum, bæði í vörn og sókn. 1. mínúta: Fram - FH 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Safamýri. Fram byrjar með boltann. Ólafur Gústafsson FH-ingur strax kominn með brottvísun.15.45 Aron og Ólafur ekki með Hvorki Aron Pálmarsson né Ólafur Guðmundsson eru með liði FH í dag vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir FH sem má alls ekki við því að tapa þessum leik. 15.40 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá íþróttahúsinu í Safamýri. Hér fer senn að hefjast leikur Fram og FH þar sem síðarnefnda liðið freistar þess að gera atlögu að fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni á kostnað Fram. Tölfræði leiksins:Fram - FH 30 - 26Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 8/2 (10/3), Stefán B. Stefánsson 6 (7), Rúnar Kárason 5 (12), Guðmundur Hermannsson 4 (5/1), Brjánn Bjarnason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (6), Guðjón F. Drengsson 1 (3), Róbert Hostert (2), Haraldur Þorvarðarson (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 19/1 (45/3, 42%)Hraðaupphlaup: 6 (Stefán B. 3, Magnús 2, Jóhann G. 1).Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 2, Magnús 1, Magnús 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Benedikt Kristinsson 6 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Hermann Björnsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (10/2), Bjarni Fritzson 3 (11/1), Jónatan Jónsson 2 (2), Ólafur Gústafsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (1), Guðmundur Pedersen (1).Varin skot: Daníel Andrésson 8/1 (29/1, 28%), Magnús Sigmundsson 2 (11/2, 18%).Hraðaupphlaup: 10 (Benedikt 5, Örn Ingi 2, Sigurður 1, Bjarni 1, Hermann 1).Fiskuð víti: 3 (Benedikt 1, Ólafur 1, Hermann 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fram tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á FH, 30-26. Þar með er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppnina en FH þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á því. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Tölfræðin birtist einnig hér neðst í greininni.Leik lokið: Fram - FH 30-26 FH-ingar ósáttir við dómarana. Hefðu getað minnkað muninn í eitt. Bjarni fór inn úr horninu úr þröngri stöðu en skoraði ekki. FH-ingar vildu meina að brotið hafi verið á honum. Rúnar skoraði sitt þriðja mark í röð í kjölfarið og Fram fékk svo síðustu sóknina og skoraði úr henni.59. mínúta: Fram - FH 28-26 Fram missir boltann og FH skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn eitt mark og Rúnar skorar aftur. FH missir svo boltann í næstu sókn og Fram getur aukið muninn í þrjú mörk þegar ein og hálf mínúta er eftir. Mikilvægt. 57. mínúta: Fram - FH 27-25 Bjarni Fritzson skorar og minnkar muninn í tvö mörk. Rúnar Kárason svarar fyrir Fram en hann var settur í skammarkrókinn af Viggó þjálfara í seinni hálfleik. Fékk þó að koma inn aftur eftir að sóknarleikur Fram hrundi. Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH og munurinn aftur tvö mörk.55. mínúta: Fram - FH 26-23 FH-ingar hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk en nýttu ekki sókn sína. Framarar fara þó illa að ráði sínu í næstu sókn og gestirnir fá aftur boltann. 51. mínúta: Fram - FH 25-22 Framarar eru í miklum vandræðum eð sinn sóknarleik og FH er að skora mörg auðveld mörk þessa stundina. Þeim gengur hins vegar illa að stilla upp í sókn gegn vörn Framara. Munurinn þó aðeins þrjú mörk og nóg eftir.49. mínúta: Fram - FH 24-20 Nú hafa FH-ingar skorað þrjú mörk í röð og það er hlaupin smá spenna í leikinn. 44. mínúta: Fram - FH 24-17 Framarar svara með þremur mörkum í röð eftir að FH missir mann af velli.41. mínúta: Fram - FH 21-17 Nú er allt í einu allt stopp hjá Frömurum og FH-ingar ganga á lagið. Það er allt annað að sjá til varnarleiks gestanna og þá hafa auðveldu mörkin fylgt í kjölfarið.39. mínúta: Fram - FH 20-15 FH skorar fjögur mörk í röð eftir hreint skelfilegan leikkafla í sókn Framara. Daníel í FH-markinu er líka byrjaður að verja.36. mínúta: Fram - FH 19-11 Vörnin er sem fyrr öflug hjá Fram og þeir eru að sigla langt fram úr enn á ný.32. mínúta: Fram - FH 17-10 Síðari hálfleikur hafinn og Fram heldur uppteknum hætti. Magnús þegar búinn að verja tvö í síðari hálfleik.Hálfleikur: Fram - FH 16-10 Kominn hálfleikur hér í Safamýrinni og ekkert mark skorað eftir leikhléið. Framarar sýndu smá veikleikapunkta síðustu mínúturnar í hálfleiknum en ef því verður kippt í lag í hálfleik ættu heimamenn engar áhyggjur að hafa. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 Stefán B. Stefánsson 4 Magnús Stefánsson 2 Rúnar Kárason 2 Guðmundur Hermannsson 1 Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 4 Jónatan Jóhannsson 2 Ólafur Gústafsson 1 Hermann Björnsson 1 Ásbjörn Friðriksson 1 Bjarni Fritzson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 Daníel Andrésson 2/1 29. mínúta: Fram - FH 16-10 Besti leikkafli FH til þessa og gestirnir ná að saxa á forskot Framara. Viggó þjálfari tekur leikhlé þegar ráðaleysi grípur um sig í sókn Fram nánast í fyrsta sinn í leiknum.24. mínúta: Fram - FH 15-7 Það er lítil spenna í þessum leik eins og er. Framarar virðast ekkert ætla að slaka á klónni.20. mínúta: Fram - FH 13-6 Framarar eru að bjóða upp á þrumusleggjur af löngu færi og sirkusmörk. Magnús heldur áfram að verja vel í marki Fram. Rúnar Kárason kom inn á eftir að hafa ekkert spilað fyrsta korterið og setti tvö mörk í röð.15. mínúta: Fram - FH 9-4 FH-ingar sýna aðeins efnilegri takta í sókninni og skora tvö í röð. Framarar gefa þó lítið eftir og halda fimm marka forystu.13. mínúta: Fram - FH 8-2 Þrjú mörk frá Fram í röð og FH-ingar taka leikhlé. Gestirnir þurfa að finna einhverjar lausnir og það hið fyrsta. Vörn Framara er búin að vera fín og Magnús í markinu búinn að taka fjóra bolta, þar af eitt víti. 10. mínúta: Fram - FH 5-2 FH-ingar komast loksins á blað og skora tvö mörk í röð. Bæði lið hafa þó klikkað á vítum en Fram kemst aftur þremur mörkum yfir þegar Jóhann Gunnar nýtir vítakast í fyrsta sinn í leiknum.6. mínúta: Fram - FH 4-0 Framarar eiga í engum vandræðum með að labba í gegnum vörn FH sem að sama skapi á engin svör við varnarleik Framara. Algjört úrræðaleysi hjá Hafnfirðingum.3. mínúta: Fram - FH 2-0 Fram byrjar vel og FH-ingar virðast eiga í erfiðleikum, bæði í vörn og sókn. 1. mínúta: Fram - FH 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Safamýri. Fram byrjar með boltann. Ólafur Gústafsson FH-ingur strax kominn með brottvísun.15.45 Aron og Ólafur ekki með Hvorki Aron Pálmarsson né Ólafur Guðmundsson eru með liði FH í dag vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir FH sem má alls ekki við því að tapa þessum leik. 15.40 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá íþróttahúsinu í Safamýri. Hér fer senn að hefjast leikur Fram og FH þar sem síðarnefnda liðið freistar þess að gera atlögu að fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni á kostnað Fram. Tölfræði leiksins:Fram - FH 30 - 26Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 8/2 (10/3), Stefán B. Stefánsson 6 (7), Rúnar Kárason 5 (12), Guðmundur Hermannsson 4 (5/1), Brjánn Bjarnason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (6), Guðjón F. Drengsson 1 (3), Róbert Hostert (2), Haraldur Þorvarðarson (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 19/1 (45/3, 42%)Hraðaupphlaup: 6 (Stefán B. 3, Magnús 2, Jóhann G. 1).Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 2, Magnús 1, Magnús 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Benedikt Kristinsson 6 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Hermann Björnsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (10/2), Bjarni Fritzson 3 (11/1), Jónatan Jónsson 2 (2), Ólafur Gústafsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (1), Guðmundur Pedersen (1).Varin skot: Daníel Andrésson 8/1 (29/1, 28%), Magnús Sigmundsson 2 (11/2, 18%).Hraðaupphlaup: 10 (Benedikt 5, Örn Ingi 2, Sigurður 1, Bjarni 1, Hermann 1).Fiskuð víti: 3 (Benedikt 1, Ólafur 1, Hermann 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00