HK á toppinn HK er komið aftur í efsta sæti N1 deildar karla eftir 24-20 sigur á Aftureldingu í kvöld, en Haukar höfðu áður smellt sér á toppinn með stigi gegn Val. HK menn höfðu forystuna lengst af í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur. Nánari umfjöllun um leikina kemur hér á Vísi snemma í fyrramálið. Handbolti 14. nóvember 2007 21:39
Baldvin tryggði Valsmönnum jafntefli Haukar og Valur gerðu í kvöld jafntefli 22-22 í hörkuleik í N1 deild karla í handbolta. Haukar höfðu yfir í hálfleik 14-11 en Valsmenn komu til baka og náðu eins marks forystu á kafla í síðari hálfleiknum. Handbolti 14. nóvember 2007 20:34
Haukar yfir gegn Val Haukar hafa yfir 14-11 gegn Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í N1 deild karla í handbolta. Haukarnir náðu 11-6 forystu í hálfleiknum en Fannar Friðgeirsson hélt Valsmönnum inni í leiknum með sjö mörkum, þar af sex síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum. Handbolti 14. nóvember 2007 19:41
Einar: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Handbolti 14. nóvember 2007 13:19
Fram burstaði ÍBV Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Fram burstaði ÍBV 38-26 á heimavelli og KA og Afturelding skildu jöfn á Akureyri 26-26. HK, Stjarnan, Fram og Haukar hafa 11 stig í efstu sætum deildarinnar en ÍBV situr á botninum án stiga. Handbolti 10. nóvember 2007 18:57
Sigurður Eggertsson í Val Sigurður Eggertsson samdi í dag við Valsmenn eftir skamma dvöl hjá Skanderborg í Danmörku. Handbolti 9. nóvember 2007 18:00
HK blandar sér í toppbaráttuna HK vann í kvöld öruggan útisigur á Stjörnunni í N1-deild karla, 29-21. Þar með eru þrjú lið efst og jöfn í deildinni með ellefu stig. Handbolti 8. nóvember 2007 21:48
Stjarnan aftur á toppinn Stjarnan vann nauman sigur á Val, 18-17, í N1-deild kvenna í kvöld. Florentina Grecu fór hamförum í marki Stjörnunnar og varði 28 skot. Handbolti 8. nóvember 2007 19:44
Strazdas bestur í umferðum 1-7 Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið umferða 1-7 í N-1 deild karla í handbolta. Það var Agustas Strazdas hjá HK sem var valinn besti leikmaður umferðanna. Handbolti 8. nóvember 2007 13:42
Haukar upp að hlið Stjörnunnar Haukar eru komnir upp að hlið Stjörnunnar á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir 26-23 sigur á HK í kvöld. Þá vann Akureyri öruggan útisigur á ÍBV í uppgjöri botnliðanna 35-26. Nánar verður fjallað um leikina í fyrramálið. Handbolti 31. október 2007 22:27
Halldór Jóhann til Fram Halldór Jóhann Sigfússon hefur samið við Fram til næstu þriggja ára eftir að hafa fengið sig lausan frá TuSEM Essen í Þýskalandi. Handbolti 30. október 2007 09:22
Kastaði í andlit markvarðarins og fékk rautt Sigurður Bragason, leikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið í leik Vals og ÍBV í dag fyrir að kasta boltanum í andlit Pálmars Péturssonar, markvarðar Vals, í vítakasti. Handbolti 20. október 2007 18:48
Tveir leikir í N-1 deildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í N-1 deildinni í handbolta í kvöld. HK tekur á móti Fram í Digranesinu og þá eigast við Afturelding og Haukar í Mosfellsbæ. Fram er í efsta sæti deildarinnar með 9 stig og HK í þriðja með 7, svo það verður væntanlega hörkuleikur í Digranesinu í kvöld. Handbolti 19. október 2007 18:04
Loksins sigur hjá Íslandsmeisturunum Valsmenn unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N-1 deild karla í handbolta þegar liðið skellti Akureyri 30-26 í Vodafonehöllinni. Valsmenn skutust upp fyrir Akureyri í töflunni með sigrinum og eru í 6. sæti með 3 stig eftir 5 umferðir. Handbolti 17. október 2007 22:10
Fram á toppinn eftir öruggan sigur Fram tyllti sér í toppsæti N1-deildar karla eftir öruggan sjö marka sigur á Aftureldingu, 28-21. Handbolti 11. október 2007 21:28
Þrír frá ÍBV í bann og þjálfari áminntur Aganefnd HSÍ hefur dæmt þrjá leikmenn ÍBV í mislöng leikbönn og áminnt Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar. Handbolti 11. október 2007 18:35
HK mætir FCK Í morgun var dregið í þriðju umferð EHF keppninnar í handbolta og þar fengu HK menn leik gegn Arnóri Atlasyni og félögum í danska liðinu FCK í Kaupmannahöfn. Framarar mæta tyrkneska liðinu Ankara í áskorendakeppni Evrópu og kvennalið Stjörnunnar mætir franska liðinu Mios Biganos í EHF keppni kvenna. Handbolti 9. október 2007 10:46
Afturelding burstaði ÍBV Einn leikur fór fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld og einn í kvennaflokki. Karlalið Aftureldingar burstaði botnlið ÍBV 42-29 eftir að hafa verið 8 mörkum yfir í hálfleik. Í kvennaflokki vann Grótta öruggan sigur á FH 28-21. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar en FH í næstneðsta sætinu. Handbolti 5. október 2007 22:03
Jafntefli hjá HK HK gerði í kvöld 31-31 jafntefli við ítalska liðið Pallomano Conversano frá Ítalíu í fyrri leik liðanna í í undankeppni EHF-keppninnar í handbolta. Árni Þórarinsson og Augustas Strazdas skoruðu sex mörk hvor fyrir Kópavogsliðið. Leikurinn telst heimaleikur HK, en þau mætast aftur í Digranesi á morgun. Handbolti 5. október 2007 21:57
Fram á toppnum í N-1 deildunum Karlalið Stjörnunnar tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í N1 deildinni í handbolta þegar liðið lá 31-28 fyrir Fram á heimavelli sínum Mýrinni og því eru Framarar komnir í toppsætið. Kvennalið Fram er einnig komið á toppinn eftir stórsigur í kvöld. Handbolti 3. október 2007 22:58
HK og Valur mætast í kvöld Íslandsmeistarar Vals taka á móti HK í kvöld og geta þar með unnið sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Handbolti 2. október 2007 13:12
Aron: Hefur verið góð byrjun á mótinu Aron Kristjánsson hefði viljað tvö stig í kvöld en var sáttur úr því sem komið var. Handbolti 27. september 2007 22:26
Sigurbergur tryggði Haukum jafntefli Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum jafntefli gegn Fram í N1-deild karla með „buzzer“-marki í leikslok. Handbolti 27. september 2007 21:57
Ekkert óðagot á Valsmönnum "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Handbolti 26. september 2007 13:50
Haukar rúlluðu yfir Eyjamenn Þrír leikir fóru fram í N1-deild karla í dag en að loknum tveimur umferðum eru Haukar, Fram og Stjarnan enn ósigruð. Handbolti 22. september 2007 18:48
Máli Sigfúsar lokið Handknattleiksmaðurinn Sigfús Páll Sigfússon er loks genginn formlega í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að sátt náðist í deilu félaganna í dag. Handknattleiksdeildir félaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Handbolti 21. september 2007 21:15
Meistararnir enn án sigurs Íslandsmeistarar Vals byrja leiktíðina ekki glæsilega í N1 deildinni í handbolta, en í kvöld tapaði liðið öðrum leiknum í röð í upphafi móts þegar það lá fyrir Stjörnumönnum í Garðabæ 27-22 eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Handbolti 20. september 2007 21:44
Stjörnunni spáð tvöföldum sigri Karla- og kvennalið Stjörnunnar í Garðabæ verða sigursæl á komandi Íslandsmóti í handknattleik ef marka má árlega spá þjálfara og fyrirliða á kynningarfundi fyrir N1 deildina sem haldinn var í hádeginu. Stjörnunni er spáð Íslandsmeistaratitli í karla- og kvennalfokki. Handbolti 11. september 2007 12:33
Úrvalsdeildin í handbolta verður N1 deildin N1 verður aðalstyrktaraðili HSÍ næstu árin og mun Íslandsmót karla og kvenna fá nafnið N1 deildin. Fulltrúar fyrirtækisins og HSÍ skrifuðu í dag undir samstarfssamning þessa efnis að viðstöddum formönnum félaganna og fyrirliðum. Handbolti 6. september 2007 17:13
Markús Máni að hætta? "Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu," sagði Markús Máni Michaelsson í samtali við Vísi þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að spila með Íslandsmeisturum Vals í vetur. Markús er samningsbundinn Val en segir frekar ólíklegt að hann verði á fullu með liðinu í deildarkeppninni. Handbolti 5. september 2007 13:40