Rússajeppinn kominn á endastöð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2009 07:00 Sigfús huggar hér liðsfélaga í Val síðasta vor eftir að Valur hafði tapað úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn. Það var líklega síðasti handboltaleikur Sigfúsar.fréttablaðið/anton „Það er voða lítið hægt að segja um hnéð á þessu stigi. Ég verð bara að bíða og sjá hvernig þetta verður. Það var verið að gera það sama og síðast nema að hnjáliðurinn er orðinn ónýtur, sem er ekki gott. Svo var verið að laga brjósk, bora göt og reyna að lappa upp á þetta og þá aðallega til þess að ég geti gengið óhaltur og verkjalaus í framtíðinni. Ef ég spila aftur handbolta þá er það bónus," sagði handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson. Þessi 34 ára gamli handknattleikskappi hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta handboltaleik. Hnéð á honum er illa farið eins og hann sagði sjálfur. Nú skiptir heilsan miklu máli enda hefur Sigfús ekki áhuga á því að haltra eða ganga við staf það sem eftir er ævinnar. Silfrið var ekki án fórna„Ég var orðinn slæmur í hnénu fyrir svona einu og hálfu ári. Svo kom þessi undankeppni fyrir Ólympíuleikana og þá tók ég þá ákvörðun að hætta öllu væli og reyna að koma mér í stand ef mér stæði síðan til boða að fara til Kína. Það kostaði sitt. Silfrið var ekki án fórna," sagði Sigfús.„Nú snýr maður sér bara að einhverju öðru, hvort sem það verður golf eða þjálfun eða eitthvað annað. Nú er ég bara að reyna að venjast þeirri tilhugsun að þessum kafla sé lokið. Ég get ekki gert annað þar til annað kemur í ljós. Það er betra að vera með minni væntingar en meiri á þessu stigi málsins." Miðlar af reynslu sinni til ungra krakkaSigfús fór í aðgerð fyrir þrem vikum og hnéð er enn afar bólgið. Hann styðst við hækjur til að komast leiða sinna. Hann segist þurfa að vera þolinmóður en síðan tekur endurhæfing við.„Ég er nokkurn veginn kominn á aldur í handboltanum og þarf að hugsa um annað. Ég mun fara að þjálfa hjá Val og halda svo áfram í útbreiðslu- og kynningarstarfi hjá HSÍ. Svo verð ég eitthvað í því að fara áfram í grunn- og gagnfræðaskólana til að sinna forvarnarstarfi sem ég hef verið í. Svo er aldrei að vita nema ég skelli mér í skóla eftir átján ára hlé," sagði Sigfús léttur spurður hvað tæki við að loknum ferlinum.Hann hefur lifað tímana tvenna á löngum ferli sem meðal annars varð hlé á þegar hann varð undir í baráttunni við Bakkus. Það var lærdómsrík reynsla fyrir Sigfús, sem hefur reynt að miðla af reynslu sinni til ungra krakka svo þeir brenni sig ekki á sama hátt og hann.„Ef það hefði verið almennilegt forvarnarstarf þegar ég var í grunnskóla hefði ruglið og vitleysan á mér líklegast ekki orðið eins mikið og raun bar vitni. Hugsanlega hefði ég aldrei byrjað. Það verða einhverjir að verða öðrum víti til varnaðar og það er komið að mér að deila minni reynslu með þeim sem þurfa á því að halda. Ef það verður til þess að hjálpa einhverjum, jafnvel þó það séu ekki nema einn til tveir í hverjum árgangi, þá er það frábært og þess virði," sagði Sigfús. Var í lélegasta forminu af öllum í Ólympíuþorpinu„Það er ekkert létt að sætta sig við þá hugsun að þetta sé líklega búið. Ég setti mér aftur á móti markmið þegar ég fór af stað aftur árið 1998. Þá vildi ég sjá hvort ég gæti þetta ekki ennþá og svo í kringum EM 2002 lýsti ég því yfir að ég ætlaði mér að vinna til verðlauna á stórmóti. Það tókst síðasta sumar og ég get því ekki annað en stigið sáttur frá borði. Ég er mjög sáttur við minn feril og ekki ónýtt að enda með medalíu á Ólympíuleikum," sagði Sigfús, sem er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu í Peking.„Það er ekkert sjálfgefið að maður eins og ég, sem var á síðustu dropunum, fái að taka þátt í stærsta íþróttamóti heims. Ég held ég geti vel sagt að ég hafi verið í lélegasta forminu af öllum í Ólympíuþorpinu og það er ekki sjálfgefið að slíkur maður fái að vera með. Ég tel mig samt hafa náð að skila einhverju til liðsins.Ég vissi að ég yrði varaskeifa en þá fór ég áður í fýlu. Ég gerði hugarfarsbreytingu þar fyrir leikana enda vissi ég líka að ástæðan fyrir því að ég fór var sú að Vignir [Svavarsson] var svo óheppinn að meiðast. Því miður fyrir hann en eins dauði er annars brauð í þessum bransa," sagði Sigfús auðmjúkur.Í hönd fara hjá honum erfiðir mánuðir í endurhæfingu þar sem hann þarf meðal annars að taka af sér þrjátíu kíló til þess að létta á álaginu á hnénu. Það er ekki auðvelt verk þegar menn eiga erfitt með að hreyfa sig. „Það gengur vel því fjögur kíló eru farin á fjórum vikum bara út af breyttu mataræði. Ég held jákvæður inn í þennan nýja slag sem bíður mín," sagði Sigfús að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
„Það er voða lítið hægt að segja um hnéð á þessu stigi. Ég verð bara að bíða og sjá hvernig þetta verður. Það var verið að gera það sama og síðast nema að hnjáliðurinn er orðinn ónýtur, sem er ekki gott. Svo var verið að laga brjósk, bora göt og reyna að lappa upp á þetta og þá aðallega til þess að ég geti gengið óhaltur og verkjalaus í framtíðinni. Ef ég spila aftur handbolta þá er það bónus," sagði handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson. Þessi 34 ára gamli handknattleikskappi hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta handboltaleik. Hnéð á honum er illa farið eins og hann sagði sjálfur. Nú skiptir heilsan miklu máli enda hefur Sigfús ekki áhuga á því að haltra eða ganga við staf það sem eftir er ævinnar. Silfrið var ekki án fórna„Ég var orðinn slæmur í hnénu fyrir svona einu og hálfu ári. Svo kom þessi undankeppni fyrir Ólympíuleikana og þá tók ég þá ákvörðun að hætta öllu væli og reyna að koma mér í stand ef mér stæði síðan til boða að fara til Kína. Það kostaði sitt. Silfrið var ekki án fórna," sagði Sigfús.„Nú snýr maður sér bara að einhverju öðru, hvort sem það verður golf eða þjálfun eða eitthvað annað. Nú er ég bara að reyna að venjast þeirri tilhugsun að þessum kafla sé lokið. Ég get ekki gert annað þar til annað kemur í ljós. Það er betra að vera með minni væntingar en meiri á þessu stigi málsins." Miðlar af reynslu sinni til ungra krakkaSigfús fór í aðgerð fyrir þrem vikum og hnéð er enn afar bólgið. Hann styðst við hækjur til að komast leiða sinna. Hann segist þurfa að vera þolinmóður en síðan tekur endurhæfing við.„Ég er nokkurn veginn kominn á aldur í handboltanum og þarf að hugsa um annað. Ég mun fara að þjálfa hjá Val og halda svo áfram í útbreiðslu- og kynningarstarfi hjá HSÍ. Svo verð ég eitthvað í því að fara áfram í grunn- og gagnfræðaskólana til að sinna forvarnarstarfi sem ég hef verið í. Svo er aldrei að vita nema ég skelli mér í skóla eftir átján ára hlé," sagði Sigfús léttur spurður hvað tæki við að loknum ferlinum.Hann hefur lifað tímana tvenna á löngum ferli sem meðal annars varð hlé á þegar hann varð undir í baráttunni við Bakkus. Það var lærdómsrík reynsla fyrir Sigfús, sem hefur reynt að miðla af reynslu sinni til ungra krakka svo þeir brenni sig ekki á sama hátt og hann.„Ef það hefði verið almennilegt forvarnarstarf þegar ég var í grunnskóla hefði ruglið og vitleysan á mér líklegast ekki orðið eins mikið og raun bar vitni. Hugsanlega hefði ég aldrei byrjað. Það verða einhverjir að verða öðrum víti til varnaðar og það er komið að mér að deila minni reynslu með þeim sem þurfa á því að halda. Ef það verður til þess að hjálpa einhverjum, jafnvel þó það séu ekki nema einn til tveir í hverjum árgangi, þá er það frábært og þess virði," sagði Sigfús. Var í lélegasta forminu af öllum í Ólympíuþorpinu„Það er ekkert létt að sætta sig við þá hugsun að þetta sé líklega búið. Ég setti mér aftur á móti markmið þegar ég fór af stað aftur árið 1998. Þá vildi ég sjá hvort ég gæti þetta ekki ennþá og svo í kringum EM 2002 lýsti ég því yfir að ég ætlaði mér að vinna til verðlauna á stórmóti. Það tókst síðasta sumar og ég get því ekki annað en stigið sáttur frá borði. Ég er mjög sáttur við minn feril og ekki ónýtt að enda með medalíu á Ólympíuleikum," sagði Sigfús, sem er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu í Peking.„Það er ekkert sjálfgefið að maður eins og ég, sem var á síðustu dropunum, fái að taka þátt í stærsta íþróttamóti heims. Ég held ég geti vel sagt að ég hafi verið í lélegasta forminu af öllum í Ólympíuþorpinu og það er ekki sjálfgefið að slíkur maður fái að vera með. Ég tel mig samt hafa náð að skila einhverju til liðsins.Ég vissi að ég yrði varaskeifa en þá fór ég áður í fýlu. Ég gerði hugarfarsbreytingu þar fyrir leikana enda vissi ég líka að ástæðan fyrir því að ég fór var sú að Vignir [Svavarsson] var svo óheppinn að meiðast. Því miður fyrir hann en eins dauði er annars brauð í þessum bransa," sagði Sigfús auðmjúkur.Í hönd fara hjá honum erfiðir mánuðir í endurhæfingu þar sem hann þarf meðal annars að taka af sér þrjátíu kíló til þess að létta á álaginu á hnénu. Það er ekki auðvelt verk þegar menn eiga erfitt með að hreyfa sig. „Það gengur vel því fjögur kíló eru farin á fjórum vikum bara út af breyttu mataræði. Ég held jákvæður inn í þennan nýja slag sem bíður mín," sagði Sigfús að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira