Handbolti

Aron áfram hjá Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Arnþór

Aron Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka um að þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu næstu tvö árin.

Þetta kemur fram í fréttatilkynning sem Hauka sendu frá sér í dag. Aron hafði verið í viðræðum við danska úrvalsdeildarfélagið Århus sem gerði honum myndarlegt tilboð. Norska félagið Drammen vildi einnig fá hann til liðs við sig.

„Handknattleiksdeild Hauka og Aron Kristjánsson hafa gengið frá samningi um að Aron haldi áfram þjálfun Íslandsmeistaraliðs Hauka næstu tvö árin. Karlalið Hauka hefur náð frábærum árangri undir stjórn Arons undanfarin tvö ár og Haukar eru því stoltir af því að félagið fái áfram notið krafta hans. Haukar ætla hér eftir sem hingað til að vera í fararbroddi í íslenskum handknattleik og er áframhaldandi samstarf við Aron veigamikill áfangi að því marki," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×