Handbolti

Gunnar Berg: Frábær tilfinning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Berg Viktorsson fór á kostum í kvöld.
Gunnar Berg Viktorsson fór á kostum í kvöld. Mynd/Anton
Gunnar Berg Viktorsson átti stórleik í liði Hauka er liðið vann Val í kvöld, 33-25, og varði um leið Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta karla.

„Tilfinningin er frábær. Ég hef áður tapað tvisvar í úrslitakeppninni og þetta er því nýtt fyrir mig. Þetta er alveg yndislegt," sagði Gunnar Berg.

„Mér fannst Valsliðið örlítið brotið eftir síðasta leik og fannst að við mættum til leiks hér í kvöld með örlítið meira sjálfstraust. Þetta var ekki flókið - við ætluðum bara að vinna þetta í kvöld."

Hann segir að þó svo að sigurinn hafi verið nokkur stór hefði litlu mátt muna að leikurinn hafi þróast öðruvísi.

„Sigurinn dettur bara öðru hvoru megin. Þeir gerðu nokkur mistök í upphafi síðari hálfleiks og þá skoruðum við nokkur mörk á móti. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og hefðu með 1-2 mörkum á réttu augnabliki geta snúið þessu sér í hag."

„En 6-0 vörnin undir lokin innsiglaði sigurinn fyrir okkur. Þá náðum við að loka markinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×