Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    HK-menn fyrstir til að vinna Hauka í vetur - rassskelltu meistarana

    HK vann glæsilegan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 26-19, í N1-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var fyrsta tap Haukanna á þessu tímabili. HK sá til þess að Haukar eru bara með þriggja marka forskot þegar deildin fer í jóla- og EM-frí en næstu leikir eru ekki fyrr en í febrúar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verða fjögur lið jöfn í öðru til fimmta sæti?

    Sú skemmtilega staða gæti komið upp eftir leik HK og Hauka í N1-deild karla í kvöld að fjögur lið verði jöfn með ellefu stig í 2. til 5. sæti deildarinnar þegar deildin fer í jóla- og EM-frí. Til að svo verði þurfa HK-ingar þó að vinna topplið Hauka á heimavelli sínum í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Svört jól í Safamýri

    Framarar fara í jólaköttinn þetta árið en liðið mun sitja í botnsæti N1-deildar karla fram í febrúar. Þetta var ljóst þegar Fram tapaði stórt fyrir Stjörnunni, 26-34, í uppgjöri botnliða deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Eigum heima í toppsætunum

    „Ég er mjög sáttur því þetta var leikur um annað sætið, gríðarlega mikilvægt. Við erum búnir að vera spila upp og niður en við þurftum bara að koma hingað í dag og sanna fyrir okkar fólki að við eigum heima í toppsætunum," sagði FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson eftir sigur gegn Val í N1-deild karla í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur Morthens: Grátlegt að tapa þessu

    Afmælisbarnið, Hlynur Morthens, markvörður Vals, var ekki sáttur eftir tap gegn FH, 20-23 sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elías Már: Auðveldara en ég átti von á

    Elías Már Halldórsson átti fínan leik fyrir Hauka sem vann öruggan sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Elías skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og sex í fyrri hálfleik úr sex skotum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þriðji sigur HK í röð

    HK-menn hækkuðu sig um tvö sæti og komust upp í 4. sætið með öruggum heimasigri á Gróttu, 32-22, í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur HK í röð í deild og bikar en eins annar sigur liðsins á Gróttu í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnar Birkir fékk tveggja leikja bann

    Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ. Bannið fær hann fyrir brot og grófa óíþróttamannslega framkomu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valssigur í óspennandi bikarslag

    Skemmtanagildið var ekki hátt á Hlíðarenda í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mættust. Þessi lið hafa lengi eldað grátt silfur saman en leikurinn í kvöld var óspennandi og hreinlega leiðinlegur áhorfs.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Frammari beitti hinu hættulega júgóslavneska bragði

    Ungur Frammari fékk rautt spjald í leik liðsins á móti Gróttu í gær eftir að hafa beitt hinu stórhættulega júgóslavneska bragði þegar Gróttumaðurinn Jón Karl Björnsson fór inn úr horninu. Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari Gróttunnar náði þessu atviki á mynd og má finna myndasyrpu www. grottusport.is

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Það er enginn farþegi hjá okkur

    Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnar Þór: Stemningin var þeirra megin

    "Það sem skildi að var stemningin hjá þeim, hún var mun meiri hjá þeim núna og þeir fengu húsið með sér," sagði Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson, sem lék með Val gegn Akureyri í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Koma Akureyringar sér inn í toppbaráttuna?

    Fjórir leikir fara fram í N1 deild karla í kvöld og stórleikur kvöldsins er á Akureyri þar sem heimamenn taka á móti toppliði Valsmanna. Akureyringar hafa unnið fjóra leiki í röð og geta komist upp að hlið Vals á toppnum með sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pálmar: Gáfumst aldrei upp og uppskárum eftir því

    Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson átti stórleik í marki FH í 25-24 sigri liðsins gegn Fram í N1-deildinni í Kaplakrika í kvöld. Pálmar varði 25 skot þar af þrjú víti og reyndist betri en enginn á lokakafla leiksins þegar hann varði meðal annars víti á ögurstundu í stöðunni 23-24 og svo dauðafæri í stöðunni 24-24.

    Handbolti