Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Handbolti 8. febrúar 2010 20:58
Valsmenn og HK-ingar unnu botnliðin á heimavelli Valur og HK unnu örugga heimasigra á neðstu tveimur liðum N1 deildar karla í kvöld. Valur vann 24-19 sigur á Stjörnunni í Vodafone-höllinni og HK vann 28-27 sigur á botnliði Fram í Digranesi. Handbolti 8. febrúar 2010 19:49
Heimir grillar ofan í áhorfendur í Krikanum í kvöld Það verður mikið um dýrðir í Kaplakrika í kvöld þegar nágrannaliðin FH og Haukar mætast í N1-deild karla í handbolta. Handbolti 8. febrúar 2010 15:00
Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Handbolti 4. febrúar 2010 22:33
Pálmar: Akureyri spilar hundleiðinlegan handbolta „Þeir skutu illa á mig og þá komst ég í gang og var að halda mér," sagði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sem átti stórleik í marki FH í kvöld gegn Akureyri en hann varði 24 skot í leiknum. Handbolti 4. febrúar 2010 22:24
Rúnar: Erfitt að spila lélegri handboltaleik en þetta Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var ekkert sérstaklega kátur með frammistöðu sinna manna í kvöld enda gat Akureyrarliðið nákvæmlega ekki neitt í leiknum. Handbolti 4. febrúar 2010 22:17
Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð. Handbolti 4. febrúar 2010 22:08
N1-deild karla: Úrslit og markaskorarar kvöldsins Haukar sitja sem fyrr á toppi N1-deildar karla eftir fimm marka sigur á botnliði Fram, 30-25. Handbolti 4. febrúar 2010 21:50
N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25. Handbolti 4. febrúar 2010 20:19
Bæði Grótta og Valur með nýja leikmenn í kvöld Grótta og Valur munu bæði tefla fram nýjum leikmönnum þegar liðin mætast í N1 deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn í Gróttu hafa fengið til sín hornamanninn Heiðar Þór Aðalsteinsson en Valsmenn fengu hornamanninn Jón Björgvin Pétursson. Handbolti 4. febrúar 2010 16:30
Bónuskvittunin dugar sem frímiði á toppleik FH og Akureyrar í kvöld FH-ingar taka á móti Akureyringum í N1 deild karla í handbolta en deildin fer þá af stað á ný eftir Evrópumótið í Austurríki. Liðin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar og því má búast við hörkuleik í Kaplakrika klukkan 18.30 í kvöld. Handbolti 4. febrúar 2010 13:15
Viggó ráðinn sem þjálfari ÍR Samkvæmt fréttavef RÚV er ÍR búið að ráða Viggó Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta. Viggó var rekinn frá N1-deildarliði Fram í nóvember en ÍR er sem stendur í 5. sæti 1. deildar. Handbolti 3. febrúar 2010 12:00
FH lá fyrir Lindesberg Karlalið FH í handknattleik er í Svíþjóð þessa dagana þar sem það tekur þátt í æfingarmóti í Eskilstuna. Handbolti 14. janúar 2010 20:16
Kristján og félagar í GUIF buðu FH-ingum á æfingamót Karlalið FH í handbolta er nú statt í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti á vegum sænska úrvalsdeildarliðsins GUIF. Þjálfari GUIF er einmitt Íslendingurinn Kristján Andrésson. Handbolti 14. janúar 2010 11:00
Valur mætir Gróttu í bikarnum Dregið var í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í hálfleik landsleiks Íslands og Portúgals en þar var síðari hálfleikur að hefjast. Handbolti 13. janúar 2010 21:01
Sigurbergur á leið til Flensburg? Fram kom í kvöldfréttum Rúv að þýska stórliðið Flensburg vildi semja við Haukamanninn Sigurberg Sveinsson og fá hann til félagsins sem fyrst. Handbolti 11. janúar 2010 19:42
Guðmundur Árni: Var lítil pressa á okkur Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaðurinn efnilegi úr Haukum, fór á kostum í úrslitaleiknum gegn Akureyri í deildarbikarkeppni karla í kvöld. Handbolti 28. desember 2009 23:48
Aron: Fínt fyrir menn til að ná af sér jólasteikinni Það verða Haukar og Akureyri sem mætast í úrslitum deildabikarsins annað kvöld. Haukar unnu Val í dag 29-22 en sigur þeirra var aldrei í hættu. Handbolti 27. desember 2009 20:34
Berglind og Ólafur best Úrvalslið fyrstu níu umferðanna í N1-deildum karla og kvenna var tilkynnt í dag. Handbolti 16. desember 2009 12:11
Umfjöllun: HK fór létt með meistarana Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. Handbolti 14. desember 2009 22:45
Gunnar Magnússon: Handbolti er einföld íþrótt „Ég er í skyjunum og virkilega stoltur af strákunum. Liðsheildin og samheldnin var ótrúleg hér í kvöld og að taka íslandsmeistaran hér á heimavelli svona létt er erfitt að lýsa," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir frábæran, 26-19, sigur á íslandsmeisturum Hauka í kvöld. Handbolti 14. desember 2009 22:30
Aron: Menn mættu ekki undirbúnir til leiks „Við erum búnir að spila frábærlega í vetur, bæði í deildinni, bikar og evrópukeppni. Liðið búið að sýna mikinn stöðuleika og einbeitingu en það var ekki til staðar í dag," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir tap gegn HK í kvöld og fyrsta tap liðsins í vetur staðreynd. Handbolti 14. desember 2009 22:11
HK-menn fyrstir til að vinna Hauka í vetur - rassskelltu meistarana HK vann glæsilegan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 26-19, í N1-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var fyrsta tap Haukanna á þessu tímabili. HK sá til þess að Haukar eru bara með þriggja marka forskot þegar deildin fer í jóla- og EM-frí en næstu leikir eru ekki fyrr en í febrúar. Handbolti 14. desember 2009 20:50
Verða fjögur lið jöfn í öðru til fimmta sæti? Sú skemmtilega staða gæti komið upp eftir leik HK og Hauka í N1-deild karla í kvöld að fjögur lið verði jöfn með ellefu stig í 2. til 5. sæti deildarinnar þegar deildin fer í jóla- og EM-frí. Til að svo verði þurfa HK-ingar þó að vinna topplið Hauka á heimavelli sínum í Digranesi. Handbolti 14. desember 2009 15:15
Svört jól í Safamýri Framarar fara í jólaköttinn þetta árið en liðið mun sitja í botnsæti N1-deildar karla fram í febrúar. Þetta var ljóst þegar Fram tapaði stórt fyrir Stjörnunni, 26-34, í uppgjöri botnliða deildarinnar. Handbolti 13. desember 2009 19:51
Ólafur: Eigum heima í toppsætunum „Ég er mjög sáttur því þetta var leikur um annað sætið, gríðarlega mikilvægt. Við erum búnir að vera spila upp og niður en við þurftum bara að koma hingað í dag og sanna fyrir okkar fólki að við eigum heima í toppsætunum," sagði FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson eftir sigur gegn Val í N1-deild karla í dag. Handbolti 12. desember 2009 18:33
Hlynur Morthens: Grátlegt að tapa þessu Afmælisbarnið, Hlynur Morthens, markvörður Vals, var ekki sáttur eftir tap gegn FH, 20-23 sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli í vetur. Handbolti 12. desember 2009 18:25
Umfjöllun: Baráttusigur FH gegn Val Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Handbolti 12. desember 2009 17:57
Vilhelm Gauti: Aldrei spurning eftir að við smullum í gang í vörninni Vilhelm Gauti Bergsveinsson átti mjög flottan leik í HK-vörninni í sigrinum á Gróttu í kvöld og auk þess að verja sex skot í vörninni þá skoraði hann þrjú lagleg mörk þegar HK-ingar keyrðu yfir Seltirninga í seinni hálfleik. Handbolti 10. desember 2009 22:18
Halldór Ingólfsson: Þeir voru bara miklu betri en við í dag Halldór Ingólfsson, spilandi þjálfari Gróttu, gat ekki verið með vegna meiðsla. Hann var daufur í leikslok enda áttu hans menn fá svör við sterkri vörn HK-liðsins. Handbolti 10. desember 2009 22:13