Handbolti

Logi hefur tapað öllum 8 leikjum sínum á móti Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson.
Logi Geirsson og félagar í FH heimsækja Íslands- og bikarmeistara Hauka á Ásvelli í dag og það er mikil spenna fyrir þessum fyrsta Hafnarfjarðaslag í tæp sjö ár þar sem FH-ingar geta telft fram Loga Geirssyni. Það hefur verið frábærlega mætt á leiki Hauka og FH síðustu ár og það má því örugglega búast við góðri mætingu á Ásvelli klukkan 15.45 í dag.

Það eru bundar miklar væntingar við FH-liðið eftir að Logi Geirsson snéri heim og leikurinn í dag er stórt próf fyrir liðið enda hafa Haukarnir unnið síðustu tólf stóru titlana í karlaboltanum sem hafa komið til Hafnarfjarðar þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár.

Logi Geirsson er líka á eftir sínum fyrsta sigri á nárgrönnunum á Íslandsmóti en Logi tók þátt í átta leikum Hafnarfjarðarliðanna á Íslandsmóti á árunum 2001 til 2003 og var í tapliði í þeim öllum.

Logi skoraði 29 mörk í þessum átta leikjum þar af skoraði hann 9 mörk í báðum leikjum liðanna tímabilið 2002-2003 en það dugði ekki til. Sex leikjanna voru í deildarkeppninni og tveir þeir voru í úrslitakeppninni vorið 2002 þar sem Haukar héldu Loga markalausum í tveimur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×