Handbolti

Heiðar Þór ætlar að spila með Valsmönnum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Þór Aðalsteinsson kominn í búning Valsliðsins.
Heiðar Þór Aðalsteinsson kominn í búning Valsliðsins. Mynd/Valur.is
Hornamaðurinn Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur gert tveggja ára samning við Valsmenn og mun því spila undir stjórn Júlíusar Jónassonar í N1 deild karla í handbolta á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

Heiðar Þór Aðalsteinsson er 22 ára gamall og er enn einn norðlenski hornamaðurinn sem gengur í raðir Valsmanna í handboltanum en menn eins og Baldvin Þorsteinsson og Arnór Þór Gunnarsson hafa skilað góðu starfi á Hlíðarenda undanfarin ár.

„Reynsla Valsmanna af norðanmönnum hefur verið virkilega góð í gegnum tíðina. Heiðar er öflugur hornamaður og á m.a. leiki með yngri landsliðum Íslands. Við bindum miklar vonir við Heiðar og bjóðum hann hjartanlega velkominn á Hlíðarenda," segir í frétt á heimasíðu Vals.

Heiðar Þór kláraði tímabilið í fyrra með Gróttu í N1-deildinni og var þá með 13 mörk í 10 leikjum en hafði byrjað tímabilið með Akureyrarliðið.

Heiðar er yngri bróðir Sigurpáls Árna Aðalsteinssonar sem gerði garðinn frægan með Þór og KR á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×