Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir

    Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri

    Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bæði Grótta og Valur með nýja leikmenn í kvöld

    Grótta og Valur munu bæði tefla fram nýjum leikmönnum þegar liðin mætast í N1 deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn í Gróttu hafa fengið til sín hornamanninn Heiðar Þór Aðalsteinsson en Valsmenn fengu hornamanninn Jón Björgvin Pétursson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viggó ráðinn sem þjálfari ÍR

    Samkvæmt fréttavef RÚV er ÍR búið að ráða Viggó Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta. Viggó var rekinn frá N1-deildarliði Fram í nóvember en ÍR er sem stendur í 5. sæti 1. deildar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH lá fyrir Lindesberg

    Karlalið FH í handknattleik er í Svíþjóð þessa dagana þar sem það tekur þátt í æfingarmóti í Eskilstuna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: HK fór létt með meistarana

    Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Magnússon: Handbolti er einföld íþrótt

    „Ég er í skyjunum og virkilega stoltur af strákunum. Liðsheildin og samheldnin var ótrúleg hér í kvöld og að taka íslandsmeistaran hér á heimavelli svona létt er erfitt að lýsa," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir frábæran, 26-19, sigur á íslandsmeisturum Hauka í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Menn mættu ekki undirbúnir til leiks

    „Við erum búnir að spila frábærlega í vetur, bæði í deildinni, bikar og evrópukeppni. Liðið búið að sýna mikinn stöðuleika og einbeitingu en það var ekki til staðar í dag," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir tap gegn HK í kvöld og fyrsta tap liðsins í vetur staðreynd.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK-menn fyrstir til að vinna Hauka í vetur - rassskelltu meistarana

    HK vann glæsilegan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 26-19, í N1-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var fyrsta tap Haukanna á þessu tímabili. HK sá til þess að Haukar eru bara með þriggja marka forskot þegar deildin fer í jóla- og EM-frí en næstu leikir eru ekki fyrr en í febrúar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verða fjögur lið jöfn í öðru til fimmta sæti?

    Sú skemmtilega staða gæti komið upp eftir leik HK og Hauka í N1-deild karla í kvöld að fjögur lið verði jöfn með ellefu stig í 2. til 5. sæti deildarinnar þegar deildin fer í jóla- og EM-frí. Til að svo verði þurfa HK-ingar þó að vinna topplið Hauka á heimavelli sínum í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Svört jól í Safamýri

    Framarar fara í jólaköttinn þetta árið en liðið mun sitja í botnsæti N1-deildar karla fram í febrúar. Þetta var ljóst þegar Fram tapaði stórt fyrir Stjörnunni, 26-34, í uppgjöri botnliða deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Eigum heima í toppsætunum

    „Ég er mjög sáttur því þetta var leikur um annað sætið, gríðarlega mikilvægt. Við erum búnir að vera spila upp og niður en við þurftum bara að koma hingað í dag og sanna fyrir okkar fólki að við eigum heima í toppsætunum," sagði FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson eftir sigur gegn Val í N1-deild karla í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur Morthens: Grátlegt að tapa þessu

    Afmælisbarnið, Hlynur Morthens, markvörður Vals, var ekki sáttur eftir tap gegn FH, 20-23 sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elías Már: Auðveldara en ég átti von á

    Elías Már Halldórsson átti fínan leik fyrir Hauka sem vann öruggan sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Elías skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og sex í fyrri hálfleik úr sex skotum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þriðji sigur HK í röð

    HK-menn hækkuðu sig um tvö sæti og komust upp í 4. sætið með öruggum heimasigri á Gróttu, 32-22, í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur HK í röð í deild og bikar en eins annar sigur liðsins á Gróttu í vetur.

    Handbolti