Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka á Aftureldingu Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2010 21:10 Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira