Umfjöllun: Afturelding hafði betur í nýliðaslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2010 20:58 Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sjá meira
Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sjá meira