Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2010 21:08 Jóhann Gunnar Einarsson. Mynd/Stefán Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira