Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan

    Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar Árnason: Við áttum bara að klára þennan leik

    Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, var ekki mjög sáttur með að hafa fengið bara eitt stig út úr leik Vals við HK í N1 deild karla í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Valur var með tveggja marka forskot og tveimur mönnum fleiri þegar fimm mínútur voru eftir en missti leikinn niður í 25-25 jafntefli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn unnu FH í Kaplakrika og Fram fór aftur á botninn

    Það voru sviftingar í botnbaráttu N1 deildar karla í handbolta í kvöld þar sem Fram og Stjarnan skiptu um sæti eftir jafna og spennandi leiki hjá báðum liðum. Stjarnan komst úr botnsætinu með 28-27 sigri á FH á útivelli en Framarar töpuðu naumlega 32-33 á heimavelli fyrir toppliði Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hjalti Þór: Tilefni til þess að brosa

    „Langþráður sigur og tilefni til þess að brosa núna. Það er búið að vera stígandi í liðinu og ég er búinn að bíða eftir sigri í deildinni síðan í desember," sagði Hjalti Þór Pálmason, leikmaður Gróttu, eftir 29-26 sigur á Akureyri í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Þeir mættu tilbúnari en við

    „Já eigum við ekki að segja það að ferðalagið hafi setið í leikmönnum", sagði Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyris, eftir tap gegn Gróttu í dag. En þeir félagar þurftu að keyra suður eftir því allt flug liggur niðri um þessar mundir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar keyrðu suður út af eldgosinu

    Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur einnig áhrif á íþróttalífið hér heima. Allt innanlandsflug var fellt niður og því gat handboltalið Akureyrar ekki flogið suður en liðið á mæta Gróttu klukkan 16 í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Akureyringar voru beittari

    Einar Andri Einarsson kennir slakri vörn um lélegan leik FH í fyrri hálfleik gegn Akureyri í kvöld. Markmenn liðanna vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Akureyri vann leikinn 33-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Liðið er að þróast mikið

    Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var brosmildur eftir góðan sigur á FH í kvöld. Lokatölur 33-30 fyrir liðinu hans, sem hefur farið vaxandi og sýnt miklu betri leik en til að mynda fyrir áramót.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna

    Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur: Eins og létt æfing

    Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn fyrir Akureyri í kvöld. Hann skoraði tólf af 36 mörkum liðsins sem fékk aðeins á sig 21 mark gegn Stjörnunni. Liðið er þar með aftur komið í annað sæti N-1 deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna

    Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Ingólfsson tekur við Haukum

    Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, verður næsti þjálfari Hauka samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar. Samkvæmt sömu heimildum verður leikmönnum Gróttu tilkynnt þetta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni: Erum með lið sem er að verða gott

    „Við höfum áður verið yfir gegn Haukum og ekki klárað leikinn. Þá vorum við ekki að spila nógu vel og það voru löggildar skýringar á því. Við fórum yfir okkar mistök í þeim leik og sem betur fer lærðum við af mistökunum," sagði FH-ingurinn Bjarni Fritzson sem átti flottan leik í sigri FH á Haukum í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti