Handbolti

Haukarnir hefndu með stórsigri í Krikanum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson kvaddi FH-liðið í kvöld.
Logi Geirsson kvaddi FH-liðið í kvöld. Mynd/Stefán
Íslands- og bikarmeistarar Hauka sýndu styrk sinn í níu marka stórsigri á FH, 25-16, í Kaplakrika í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deild karla í kvöld. Haukar hefndu þar með fyrir níu marka tap fyrir FH á Ásvöllum í október síðastliðunum með því að vinna FH-ingar með sama mun á þeirra heimavelli.

Haukarnir, með Birki Ívar Guðmundsson í miklu stuði í markinu, lömuðu sóknarleik FH-liðsins sem frábærri vörn og markvörslu. FH-ingar komust lítið áleiðis en halda 4. sætinu í deildinni á markamun. Hefðu Haukar unnið leikinn með tíu mörkum þá hefðu þeir líka tekið 4. sætið af nágrönnum sínum.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og myndaði Hafnarfjarðarliðin takast á í en vel var mætt á leikinn eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×