Umfjöllun: Fram leiddi HK til slátrunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2010 21:08 Framarar fagna í kvöld. Mynd/Anton Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira