Sárnaði umræðan Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. Handbolti 6. apríl 2013 09:00
Gæti reynst fordæmisgefandi Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu í góðri trú eftir að hafa fengið leikheimild hjá læknum Wetzlar. Landsliðsþjálfarinn lýsir mikilli óánægju með vinnubrögð forráðamanna Wetzlar. Handbolti 6. apríl 2013 08:30
Fyrirliðinn með fullt hús Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti frábæran leik í sigrinum í Slóveníu á miðvikudagskvöldið og kórónaði síðan flotta frammistöðu með því að skora sigurmarkið á lokamínútunni. Handbolti 6. apríl 2013 08:00
Óvissa með Róbert Ísland mætir Slóveníu klukkan 16.00 á morgun í Laugardalshöll í mikilvægum leik. Með sigri tryggir Ísland sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári en Slóvenar mega helst ekki við því að tapa ætli þeir sér að komast upp úr riðlinum. Handbolti 6. apríl 2013 07:00
Einar búinn að semja við Molde Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, er á förum frá félaginu en hann er búinn að semja við norska félagið Molde. Handbolti 5. apríl 2013 22:17
Fram valtaði yfir Gróttu Fram vann afar auðveldan sigur, 39-19, á Gróttu er liðin mættust í átta liða úrslitum N1-deildar kvenna í kvöld. Handbolti 4. apríl 2013 22:11
Frábær sigur á einum erfiðasta útivelli Evrópu Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var afar ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir sigurinn frækna í Slóveníu í kvöld. Handbolti 3. apríl 2013 22:00
Kári Kristján spilar í Maribor Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fór í aðgerð vegna góðkynja æxlis í baki fyrir rúmum mánuði síðan. Hann er búinn að jafna sig og mun spila leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni EM í dag. Handbolti 3. apríl 2013 07:00
Gunnar Andrésson tekur við Gróttuliðinu Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Handbolti 29. mars 2013 11:15
Guðmundur fljótari en Aron að verða reiður Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson er í viðtali við heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Þar ræðir hann um þjálfaraskipti íslenska landsliðsins og fleira. Handbolti 28. mars 2013 10:11
HSÍ búið að raða upp leikjum í úrslitakeppnunum þremur Handknattleikssamband Íslands hefur nú gefið út hvenær leikirnir í úrslitakeppni N1 deild karla og kvenna fara fram sem og leikirnir í umspili um sæti í N1 deild karla. Úrslitakeppni kvenna hefst fimmtudaginn 4. apríl, úrslitakeppni N1 deildar karla hefst laugardaginn 13. apríl og umspilið hefst þriðjudaginn 9. apríl. Handbolti 27. mars 2013 14:18
Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 23-22 | Bæði lið í sumarfrí Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá viðureign HK og Akureyrar í lokaumferð N1-deild karla í handbolta en HK átti enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Handbolti 25. mars 2013 21:30
Lokaumferð N1 deildar karla á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis en þá fer fram lokaumferð deildarinnar. Handbolti 25. mars 2013 19:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Handbolti 25. mars 2013 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 21-22 | FH á montréttinn Það verða FH-ingar sem halda montréttinum í Hafnarfirði næstu dagana en liðið sigraði granna sína í Haukum, 21-22, í lokaumferð N1-deildarinnar í kvöld. FH hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 9-13. Handbolti 25. mars 2013 15:23
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 23-26 | Nýliðarnir í úrslitakeppnina ÍR-ingar bókuðu sæti sitt í úrslitakeppninni með þriggja marka sigri á Frömurum í Safamýrinni í kvöld. Spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins þegar ÍR-ingar náðu að tryggja sigurinn. Handbolti 25. mars 2013 15:18
Oddur fer til Emsdetten í sumar Akureyringar urðu fyrir blóðtöku í handboltanum í kvöld er það fékkst staðfest að hornamaðurinn Oddur Gretarsson væri búinn að semja við þýska félagið Emsdetten. Handbolti 24. mars 2013 22:21
"Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. Handbolti 24. mars 2013 21:02
HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir. Handbolti 21. mars 2013 21:16
Akureyringar verða áfram í N1 deildinni Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld. Handbolti 21. mars 2013 21:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23 FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. Handbolti 21. mars 2013 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 19-22 | Valsmenn enn á lífi Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni. Handbolti 21. mars 2013 19:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 24-27 | ÍBV fór upp Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu. Handbolti 18. mars 2013 20:45
Landslög hafa engin áhrif Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns. Handbolti 16. mars 2013 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 25-17 | Níundi sigur Fram í röð Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Handbolti 16. mars 2013 00:01
ÍBV með annan fótinn í efstu deild Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Handbolti 15. mars 2013 21:53
Florentina orðin Íslendingur Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu. Handbolti 15. mars 2013 16:56
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. Handbolti 15. mars 2013 07:00
Miðstöð Boltavaktarinnar | N1-deild karla á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis. Handbolti 14. mars 2013 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-22 Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir. Handbolti 14. mars 2013 13:14