Handbolti

Elías Már vill líka sjá einhverja stuðningsmenn Hauka bera að ofan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elías Már Halldórsson.
Elías Már Halldórsson. Vísir/Valli
Elías Már Halldórsson og félagar í Haukaliðinu eru komnir í 1-0 í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta eftir 29-28 sigur á ÍBV í leik eitt í kvöld.

„Við vorum ekkert að gera okkur þetta auðvelt fannst mér. Við vorum fastir fyrir í vörninni í byrjun og komumst í 11-7 og þá förum við að skjóta ótímabærum skotum og vorum kærulausir í vörninni. Við náum ekki takti eftir það og þetta hrekkur fyrir okkur í restina,“ sagði Elías Már Halldórsson hægri hornamaður Hauka sem átti góðan leik.

„Það er mikið undir og menn ætla sér mikið. ÍBV er stemningslið og það er erfitt að spila á móti þeim.“

Eyjamenn nærðust á öflugum stuðningsmönnum sínum sem hoppuðu í stúkunni allan leikinn.

„Maður vill hafa þetta svona og maður myndi vilja hafa einhvera bera að ofan hinum megin líka, það væri ennþá skemmtilegra," sagði Elías Már en það er hægt að sjá allt viðtalið og fleiri viðtöl með því að smella hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×