Handbolti

Jóhann Gunnar samdi við nýliðana í Mosfellsbæ

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson skorar á móti Haukum í lokaúrslitunum 2013.
Jóhann Gunnar Einarsson skorar á móti Haukum í lokaúrslitunum 2013. Vísir/Getty
Jóhann Gunnar Einarsson, stórskyttan úr Fram, hefur ákveðið að draga skóna fram úr hillunni en hann spilaði ekkert á þessu tímabili eftir að verða Íslandsmeistari með Fram síðasta vor.

Hann er genginn í raðir nýliða Aftureldingar og semur við liðið til eins árs en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir nýliðana en Jóhann Gunnar var frábær á síðustu leiktíð þegar Fram varð Íslandsmeistari. Hann skoraði að meðaltali 5,3 mörk í leik í deildinni og var svo kjörinn besti leikmaður Olís-deildarinnar.

„Ég var nú búinn að heyra í nokkrum félögum, en á endanum fannst mér Afturelding mest spennandi ... Mér fannst áskorun að fara í Mosfellsbæinn, í lið sem er nýtt í úrvalsdeildinni, með nýjan þjálfara og mikinn efnivið,“ segir Jóhann Gunnar við Morgunblaðið.

Afturelding féll úr úrvalsdeildinni síðastliðið vor en vann 1. deildina á þessari leiktíð og leikur á ný á meðal þeirra bestu næsta vetur. Liðið mætir einnig til leiks með nýjan þjálfara en Einar Andri Einarsson, fráfarandi þjálfari FH, tekur við Mosfellingum.


Tengdar fréttir

Afturelding næsta stórveldi í handboltanum? | Myndband

Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér á dögunum sæti í Olís-deild karla í handbolta á ný en með liðinu leika margir af efnilegustu leikmönnum landsins. Þar ætla menn að byggja til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×