Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 28-23 | ÍBV í úrslit með stæl Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Daníel ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn. Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn.
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira