Handbolti

Björgvin og Sturla framlengja við ÍR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson kláraði ekki tímabilið vegna meiðsla.
Björgvin Hólmgeirsson kláraði ekki tímabilið vegna meiðsla. Vísir/Stefán
Stórskyttan Björgvin Hólmgeirsson og hornamaðurinn og silfurdrengurinn SturlaÁsgeirsson hafa skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍR og verða áfram í herbúðum liðsins í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum en í henni segir að Björgvin hefur heimild til að yfirgefa félagið í sumar komi tilboð frá erlendu félagi sem honum líst á.

Báðir eru þeir uppaldir hjá ÍR og hafa verið lykilmenn í upprisu félagsins undanfarin tvö ár eftir að það komst aftur í deild þeirra bestu og varð bikarmeistari á síðasta ári.

Björgvin spilaði aðeins 14 leiki í vetur og skoraði 84 mörk en hann meiddist fyrir þriðju umferð deildarinnar og gat ekki tekið frekari þátt. Það veikti ÍR-liðið mikið sem hafnaði að lokum í sjöunda sæti en hélt sæti sínu í deildinni.

Sturla varð markakóngur deildarinnar annað árið í röð en hann skoraði 136 mörk í 21 leik, fimm mörkum meira en nýr þjálfari liðsins, BjarniFritzson, sem tekur við ÍR af BjarkaSigurðssyni.

„Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá samningum við þá Björgvin og Sturlu. Þeir eru öflugir leikmenn og miklir ÍR-ingar. Við erum stórhuga fyrir næsta tímabil og því er mikilvægt að þeir taki þátt í áframhaldandi velgengni félagsins,“ segir Runóflur Sveinsson formaður handknattleiksdeildar ÍR. 

Sturla varð markakóngur annað árið í röð.Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×