Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“

Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur.

Innlent
Fréttamynd

Páskaegg uppurin á landinu

Eftirspurn eftir páskaeggjum hér á landi hefur sjaldan verið meiri. Raunar var hún svo mikil fyrir þessa páska að ekki fengu allir þau egg sem þeir óskuðu sér helst. Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segist ekki muna eftir öðru eins og segir að í raun hafi verið um skort á eggjum að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Tesla mest seldi bíll ársins á Íslandi

Tesla hóf í febrúar afhendingu á fyrstu bílum framleiðandans síðan umboð var formlega opnað hérlendis í lok síðasta árs. Tesla hefur nú nýskráð 396 bíla það sem af er árinu 2020 sem er meira en nokkur annar framleiðandi getur státað af.

Bílar