Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. mars 2022 21:00 Runólfur Ólafsson og Gústaf Steingrímsson segja að hækkanir á hrávöru erlendis valdi aukinni verðbólgu hér einkum þegar hækkanir eru jafn miklar og undanfarið. Vísir/Sigurjón Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. Sögulegar hækkanir hafa verið á eldsneytisverði á heimsmarkaði frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þær hafa skilað sér hressilega inn í bensínverð hér síðustu daga. Í dag fór verð á bensínlítranum víða yfir 300 krónur. „Að óbreyttu erum við að sjá líklega hæsta olíuverð sem við höfum séð hér á landi og á okkar heimsmarkaðssvæði,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Hann telur að enn sjái ekki fyrir endann á hækkunum. „Því miður er margt sem bendir til þess og því höfum við hvatt stjórnvöld til að grípa inn í þó ekki væri nema tímabundið,“ segir hann. Skorað á stjórnvöld Stjórnvöld fengu slíka áskorun frá félaginu með formlegum hætti í dag. Þar kemur m.a. fram að hækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti hafi hækkað verulega kostnað við rekstur fjölskyldubílsins á Íslandi. Samtals séu skattar af hverjum bensínlítra frá dælu 147.60 krónur. Stjórn FÍB hvetur stjórnvöld til að fella niður a.m.k. tímabundið hluta af eldsneytissköttunum. „Árlegur kostnaður meðalfjölskyldu með einn bíl hækkar um u.þ.b. hundrað og fjörtíuþúsund krónur,“ segir Runólfur. Runólfur horfir til nágranna eins og Írlands sem lækkar álögur á eldsneyti í kvöld eftir hvatningu frá almenningi og atvinnulífi. Þá hafi verið gripið til slíkra aðgerða hér fyrir 20 árum. „Við erum að horfa á einhverja svipaða nálgun þannig að við erum að horfa á lækkun upp á 50-60 krónur,“ segir hann. Innflutt og innlend verðbólga Gústaf Steingrímsson hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans býst við að verðhækkanirnar komi fram í aukinni verðbólgu á næstunn . „Við erum að gera ráð fyrir því að þessar olíuverðshækkanir muni fara inn í verðlagið í mars og á næstu mánuðum og hækka þannig verðbólgu. Til skemmri tíma hækkar verð á innlendu dælueldsneyti. Til lengri tíma leiðir hækkun eldsneytisverðs til hækkunar flutningskostnaðar sem leggst síðan ofan á kostnaðarverð vara og eykur þannig verðbólgu. Þessi áhrif munu koma fram bæði hér á landi og erlendis og leiða til hærri verðbólgu. Innflutt verðbólga verður því einnig hærri sem leggst síðan ofan á innlenda verðbólgu,“ segir Gústaf. Íslendingar eru lánsamir að sögn fjármálaráðuneytis Í svari fjármálaráðuneytisins um hvort komi til greina að lækka álögur á eldsneyti kemur eftirfarandi fram: „Lægri álögur á olíuverð hafa ekki verið sérstaklega ræddar. Hækkandi olíuverð er áhyggjuefni, en við erum þó svo lánsöm að þurfa almennt ekki að kynda með sífellt dýrari olíu eða gasi, eins og víða í nágrannaríkjum. Staðan er hins vegar áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum af fullum krafti. Við höfum alla burði til að reiða okkur á græna innlenda orku í auknum mæli í stað þess að flytja inn olíu – og höfum þegar náð miklum árangri hvað það varðar. Það er sömuleiðis jákvætt að kaupmáttur íslenskra heimila hefur aukist mikið og umfram verðbólgu síðustu misseri, en því er öfugt farið víða í Evrópu. Við horfum áfram sérstaklega til þess hvernig verðhækkanir snerta afkomu tekjulægri heimila, en það er ólíklegt að flöt lækkun krónutölugjalda eins og eldsneytisgjalda sé skilvirkasta leiðin til að koma til móts við þann hóp.“ Fleira setur þrýsting á verðbólgu En það er fleira en olíuverð sem setur þrýsting á verðbólgu, Úkraína hefur til dæmis sett miklar hömlur á útflutning ýmissa hrávara vegna innrásar Rússa. Í dag var tilkynnt að korn yrði ekki flutt út frá landinu á þessu ári, það á líka við um Ungverjaland. Úkraína flytur út um 17% af öllu korni í heiminum. Gústaf telur að þetta muni einnig bíta í verðbólguna hér á landi. „Það er alveg ljóst að minni útflutningur á korni mun leiða til minna framboðs og þar með hærra verðs. Við munum því þurfa að flytja inn dýrara korn en áður sem hefur áhrif á verðbólgu. Landsbankinn gefur út verðbólguspá sína á næstunni en þegar er orðið ljóst að verðbólgan í mars verður hærri en í febrúar þegar hún var yfir sex prósentum,“ segir Gústaf Steingrímsson. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Sögulegar hækkanir hafa verið á eldsneytisverði á heimsmarkaði frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þær hafa skilað sér hressilega inn í bensínverð hér síðustu daga. Í dag fór verð á bensínlítranum víða yfir 300 krónur. „Að óbreyttu erum við að sjá líklega hæsta olíuverð sem við höfum séð hér á landi og á okkar heimsmarkaðssvæði,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Hann telur að enn sjái ekki fyrir endann á hækkunum. „Því miður er margt sem bendir til þess og því höfum við hvatt stjórnvöld til að grípa inn í þó ekki væri nema tímabundið,“ segir hann. Skorað á stjórnvöld Stjórnvöld fengu slíka áskorun frá félaginu með formlegum hætti í dag. Þar kemur m.a. fram að hækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti hafi hækkað verulega kostnað við rekstur fjölskyldubílsins á Íslandi. Samtals séu skattar af hverjum bensínlítra frá dælu 147.60 krónur. Stjórn FÍB hvetur stjórnvöld til að fella niður a.m.k. tímabundið hluta af eldsneytissköttunum. „Árlegur kostnaður meðalfjölskyldu með einn bíl hækkar um u.þ.b. hundrað og fjörtíuþúsund krónur,“ segir Runólfur. Runólfur horfir til nágranna eins og Írlands sem lækkar álögur á eldsneyti í kvöld eftir hvatningu frá almenningi og atvinnulífi. Þá hafi verið gripið til slíkra aðgerða hér fyrir 20 árum. „Við erum að horfa á einhverja svipaða nálgun þannig að við erum að horfa á lækkun upp á 50-60 krónur,“ segir hann. Innflutt og innlend verðbólga Gústaf Steingrímsson hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans býst við að verðhækkanirnar komi fram í aukinni verðbólgu á næstunn . „Við erum að gera ráð fyrir því að þessar olíuverðshækkanir muni fara inn í verðlagið í mars og á næstu mánuðum og hækka þannig verðbólgu. Til skemmri tíma hækkar verð á innlendu dælueldsneyti. Til lengri tíma leiðir hækkun eldsneytisverðs til hækkunar flutningskostnaðar sem leggst síðan ofan á kostnaðarverð vara og eykur þannig verðbólgu. Þessi áhrif munu koma fram bæði hér á landi og erlendis og leiða til hærri verðbólgu. Innflutt verðbólga verður því einnig hærri sem leggst síðan ofan á innlenda verðbólgu,“ segir Gústaf. Íslendingar eru lánsamir að sögn fjármálaráðuneytis Í svari fjármálaráðuneytisins um hvort komi til greina að lækka álögur á eldsneyti kemur eftirfarandi fram: „Lægri álögur á olíuverð hafa ekki verið sérstaklega ræddar. Hækkandi olíuverð er áhyggjuefni, en við erum þó svo lánsöm að þurfa almennt ekki að kynda með sífellt dýrari olíu eða gasi, eins og víða í nágrannaríkjum. Staðan er hins vegar áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum af fullum krafti. Við höfum alla burði til að reiða okkur á græna innlenda orku í auknum mæli í stað þess að flytja inn olíu – og höfum þegar náð miklum árangri hvað það varðar. Það er sömuleiðis jákvætt að kaupmáttur íslenskra heimila hefur aukist mikið og umfram verðbólgu síðustu misseri, en því er öfugt farið víða í Evrópu. Við horfum áfram sérstaklega til þess hvernig verðhækkanir snerta afkomu tekjulægri heimila, en það er ólíklegt að flöt lækkun krónutölugjalda eins og eldsneytisgjalda sé skilvirkasta leiðin til að koma til móts við þann hóp.“ Fleira setur þrýsting á verðbólgu En það er fleira en olíuverð sem setur þrýsting á verðbólgu, Úkraína hefur til dæmis sett miklar hömlur á útflutning ýmissa hrávara vegna innrásar Rússa. Í dag var tilkynnt að korn yrði ekki flutt út frá landinu á þessu ári, það á líka við um Ungverjaland. Úkraína flytur út um 17% af öllu korni í heiminum. Gústaf telur að þetta muni einnig bíta í verðbólguna hér á landi. „Það er alveg ljóst að minni útflutningur á korni mun leiða til minna framboðs og þar með hærra verðs. Við munum því þurfa að flytja inn dýrara korn en áður sem hefur áhrif á verðbólgu. Landsbankinn gefur út verðbólguspá sína á næstunni en þegar er orðið ljóst að verðbólgan í mars verður hærri en í febrúar þegar hún var yfir sex prósentum,“ segir Gústaf Steingrímsson.
„Lægri álögur á olíuverð hafa ekki verið sérstaklega ræddar. Hækkandi olíuverð er áhyggjuefni, en við erum þó svo lánsöm að þurfa almennt ekki að kynda með sífellt dýrari olíu eða gasi, eins og víða í nágrannaríkjum. Staðan er hins vegar áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum af fullum krafti. Við höfum alla burði til að reiða okkur á græna innlenda orku í auknum mæli í stað þess að flytja inn olíu – og höfum þegar náð miklum árangri hvað það varðar. Það er sömuleiðis jákvætt að kaupmáttur íslenskra heimila hefur aukist mikið og umfram verðbólgu síðustu misseri, en því er öfugt farið víða í Evrópu. Við horfum áfram sérstaklega til þess hvernig verðhækkanir snerta afkomu tekjulægri heimila, en það er ólíklegt að flöt lækkun krónutölugjalda eins og eldsneytisgjalda sé skilvirkasta leiðin til að koma til móts við þann hóp.“
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01