Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2022 11:37 Birgir Jónsson forstjóri Play segir tap síðasta árs engan veginn til marks um skipsbrot. vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Fleiri fréttir Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Sjá meira
Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Fleiri fréttir Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Sjá meira