Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 22:21 Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent