Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 22:21 Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira