Ísland sem dótakassi fyrir spillingu Ein af bókum þessa jólabókaflóðs kemur úr óvæntri átt. Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur var að senda frá sér bókina Eimreiðarelítan – spillingarsaga og það verður að segjast eins og er að maður er í hálfgerðu áfalli eftir lestur hennar. Þó var allt þetta kunnuglegt. Menning 24. nóvember 2023 09:11
Hannar hátískuflíkur úr ull fjölskyldusveitarinnar Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir var ung að árum harðákveðin í því hvernig hún vildi klæða sig og hefur alla tíð verið óhrædd við að fara eigin leiðir. Sól hefur verið með annan fótinn í London síðustu ár og stefnir á erlendan markað með hönnun sína en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 24. nóvember 2023 07:00
„Gott að geta leyst flókin og erfið mál í góðri sátt“ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni af Lækjargötu og koma henni fyrir í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ánægjulegt að leysa málið í góðri sátt. Innlent 23. nóvember 2023 21:12
„Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Söngkennarinn og Idolstjarnan Kjalar Martinsson Kollmar og kærastan hans, Metta Sigurrós Eyjólfsdóttir sálfræðinemi kynntust í gegnum samfélagsmiðla í kjölfar Idol-keppninnar í vetur. Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar og hafnaði í öðru sæti. Makamál 23. nóvember 2023 20:00
Bókaormar framtíðarinnar fjölmenntu í útgáfuhóf „Við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir rithöfundurinn Bergrún Íris en hún ásamt leikaranum Þorvaldi Davíð fögnuðu útgáfu bókarinnar Sokkalabbarnir nýverið. Menning 23. nóvember 2023 18:01
Bylgjan órafmögnuð: Una Torfa lætur ljós sitt skína Una Torfa er fjórða söngkonan sem stígur á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu þrjú fimmtudagskvöld klukkan 20:00. Tónlist 23. nóvember 2023 17:17
Styttan af séra Friðriki tekin niður Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Innlent 23. nóvember 2023 13:44
Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. Lífið 23. nóvember 2023 12:52
Sýning byggð á samskiptum heimilisfólks á samfélagsmiðlum Föstudaginn 24. nóvember opnar sýningarheimsóknin Skilaboð á Hönnunarsafni Íslands. Í heimsókninni skoða grafísku hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Una María Magnúsdóttir skilaboð á milli heimilisfólks á samskiptamiðlum og eru þeirra skondnu hliðar sérstaklega dregnar fram. Menning 23. nóvember 2023 10:31
Höfundar lesa í beinni: Bókakonfekt Forlagsins Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Lífið samstarf 22. nóvember 2023 16:20
Fullorðið fólk á sín leyndarmál Nýlega kom út bókin Söngur Súlu 2 – Ást í mörgum myndum eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur en hún er framhald bókarinnar Söngur Súlu sem kom út árið 2013. Lífið samstarf 22. nóvember 2023 14:55
Lög sem koma sér fyrir í hjörtum landsmanna Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð eru á morgun fimmtudag en þá mun Una Torfa flytja vinsælustu lög sín ásamt nokkrum óútgefnum lögum milli þess sem hún spjallar á léttu nótunum við Völu Eiríks. Lífið samstarf 22. nóvember 2023 10:05
Öruggari með sjálfa sig en nokkru sinni fyrr „Mér finnst ég sitja betur í sjálfri mér í dag,“ segir tónlistarkonan, Idol stjarnan og nýbakaða móðirin Saga Matthildur. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá viðburðaríku ári hennar. Tónlist 22. nóvember 2023 07:01
The Killer: Er þetta allt og sumt? Kvikmyndin The Killer hefur nú verið frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um leigumorðingja sem tekur að sér verkefni sem fer í vaskinn og afleiðingar þess. Á yfirborðinu er hún merkilegri en flest sem Netflix býður upp á þessa dagana og það fyrir ýmissa hluta sakir. Sérstaklega er það vegna þess að hér leiða saman hesta sína leikstjórinn David Fincher og handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker, en samstarf þeirra gat af sér eina eftirminnilegustu spennumynd tíunda áratugarins, Seven. Gagnrýni 22. nóvember 2023 07:00
Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. Innlent 22. nóvember 2023 06:48
Myndaveisla: Upplifun á tilverunni í nýju ljósi Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir opnaði sýninguna 0° 0° Núlleyja á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Margt var um manninn á opnuninni þar sem listunnendur sameinuðust og gerðu sér glaðan og skapandi dag. Menning 21. nóvember 2023 20:01
Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. Lífið 21. nóvember 2023 13:26
GusGus kom, söng og sigraði Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“ Gagnrýni 21. nóvember 2023 09:00
Gómsæt matreiðslubók frá Helvítis kokkinum Ívar Örn Hansen hefur heldur betur slegið í gegn sem Helvítis kokkurinn í stórskemmtilegum matreiðsluþáttum sem hafa verið sýndir á Stöð 2+ og á Vísi. Lífið samstarf 21. nóvember 2023 08:31
„Ég gat ekki hætt að gráta af gleði“ „Það er eins og við séum alvöru fjölskylda því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Hildur Kristín Kristjánsdóttir, ellefu ára leikkona. Hún ásamt hinni tíu ára gömlu Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur, skipta með sér titilhlutverki sýningarinnar Fíasól gefst aldrei upp, sem frumsýnt verður í byrjun desember. Lífið 21. nóvember 2023 08:00
„Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Söngkonan og Idolstjarnan Beatriz Aleixo, betur þekkt sem Bía, fann ástina í örmum smiðsins, Kolbeins Egils Þrastarsonar, fyrir rúmu ári. Fyrsti kossinn átti sér stað á dansgólfinu sama kvöld og þau kynntust. Makamál 21. nóvember 2023 07:01
Björk og Rosalia gefa út lag til höfuðs sjókvíaeldi á morgun Björk gagnrýnir íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn harðlega í nýrri tilkynningu. Þar segist hún á morgun gefa út nýtt lag með spænsku söngkonunni Rosaliu sem ber heitið „oral.“ Lífið 20. nóvember 2023 22:53
Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. Menning 20. nóvember 2023 20:00
„Mystísk en um leið svo mannleg“ „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar. Tónlist 20. nóvember 2023 17:00
Ástarlag til löngu strætóferðanna Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf. Tónlist 20. nóvember 2023 12:00
Óvíst með framtíð Iceland Noir Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar. Innlent 20. nóvember 2023 11:05
Nánast ómögulegt að vera ósýnilegur Í dag kemur út hjá Storytel bráðfyndin ljúflestrarsaga eftir Sigrúnu Elíasdóttur sem ber heitið Höllin á hæðinn í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur. Lífið samstarf 20. nóvember 2023 10:55
Þegar kerlingar hafa eitt sinn stungið niður penna geta þær ekki hætt Nanna Rögnvaldardóttir, sem helst er þekkt fyrir að vera einn helsti sérfræðingur okkar um matargerð að fornu og nýju, hefur sent frá sér afar athyglisverða skáldsögu. Menning 20. nóvember 2023 09:48
Myrkur veruleiki ópíóðafaraldurs í Reykjavík sögusvið nýrrar bókar „Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans. Lífið samstarf 20. nóvember 2023 08:50
Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Lífið 20. nóvember 2023 08:01