Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2025 21:11 Pétur, Helena og Erró voru meðal þeirra sem heiðruð voru í kvöld. Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda skipti í Iðnó í kvöld. Þar var bæði fjölmennt og fjörugt enda tilefnið gleðilegt, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Myndlist Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.
Myndlist Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið