Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 10:25 Mads Mikkelsen hlaut síðastur verðlaun fyrir besta leik karla í aðalhlutverki fyrir leik í kvikmyndinni Bastarðinum árið 2024, í bili. EPA/Claus Bech Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar. Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma. Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma.
Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira