Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 21:02 Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum leikara falla á sýningardag Þetta er Laddi, sem var frumsýnd 7. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“ Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Borgarleikhúsið Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“
Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Borgarleikhúsið Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25