„Hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar“ „Ég er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson sem er nú að endurútgefa plötuna sína The Flow frá árinu 2007. Tónlist 7. febrúar 2024 14:31
Pabbi herra Hnetusmjörs frontar Edrúar fyrir misskilning „Svakalega er kallinn á flottum bíl, sagði Guðný við mig í símanum þegar ég renndi í hlaðið. Þegar ég stíg út úr bílnum sé ég þó um leið á svipnum á henni að þetta er eitthvað skrítið, enda spyr hún „Hvar er meistarinn?“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR og fyrrum ráðherra, sem fyrir tóman misskilning mætti í myndatöku fyrir átak SÁÁ, Edrúar febrúar. Lífið samstarf 7. febrúar 2024 13:03
Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Lífið 7. febrúar 2024 11:27
Lék á sviði fyrir dóttur Bill Gates Leikarinn og handritshöfundurinn Styrmir Elí Ingólfsson tók U-beygju í lífinu eftir hagfræðinám hérlendis og starf í ferðabransanum. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri á vitlausri braut sótti hann um í leiklistarskóla í New York og flutti út. Hann stendur nú að sýningu úti sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur áhorfendasalurinn gjarnan verið stjörnum prýddur. Blaðamaður ræddi við Styrmi. Menning 7. febrúar 2024 10:22
Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. Lífið 7. febrúar 2024 07:47
Nærmynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“ Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar. Tónlist 7. febrúar 2024 07:00
Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. Sport 6. febrúar 2024 10:32
Kántrísöngvarinn Toby Keith látinn Bandaríski kántrísöngvarinn Toby Keith er látinn, 62 ára að aldri. Lífið 6. febrúar 2024 10:12
Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku. Innlent 6. febrúar 2024 09:01
„Hollt að horfast í augu við gömul sár“ „Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann,“ segir tónlistarkonan Hildur Kristín sem var að senda frá sér lagið Þúsund skyssur ásamt tónlistarmyndbandi. Tónlist 5. febrúar 2024 16:58
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. Lífið 5. febrúar 2024 13:51
Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. Tónlist 5. febrúar 2024 10:34
Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. Lífið 5. febrúar 2024 07:48
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Lífið 4. febrúar 2024 22:44
Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akranesi Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld. Innlent 4. febrúar 2024 20:31
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Lífið 4. febrúar 2024 12:32
Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? Lífið 4. febrúar 2024 12:30
Hvetja skemmdarvarg til að hafa samband, spjalla um listina og fá sér vöfflu Klippt var á snúru hátalara sem spilar hljóðheim listaverksins Hafnarhaus Hringekju sem varpað er á Tollhúsið. Snúran var tengd að nýju og segja listamennirnir að viðkomandi sé velkomið að hafa samband til að ræða verkið, fá sér vöfflur og biðjast afsökunar, ef hann vill. Lífið 3. febrúar 2024 23:07
Eini fatlaði starfsmaðurinn hjá Netflix „Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix. Lífið 3. febrúar 2024 08:01
Carl Weathers er látinn Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri. Lífið 2. febrúar 2024 20:10
„Hér er maður berskjaldaðri og viðkvæmari“ „Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else. Tónlist 2. febrúar 2024 07:02
Rangt gefið á fjölmiðlamarkaði Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd. Skoðun 1. febrúar 2024 16:00
Óttast að kirkjugarður verði skotmark í deilum rappara Viðbúnaður við kirkjugarð í Texas-ríki Bandaríkjanna hefur verið aukinn vegna deilna rapparanna Nicki Minaj og Megan Thee Stallion. Lífið 1. febrúar 2024 15:32
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Spennan magnast og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Anna Fanney, Björgvin, Jóna Margrét og Stefán Óli stíga á stokk í undanúrslitaþættinum í Idolhöllinni annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. Lífið 1. febrúar 2024 09:19
Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Lífið 31. janúar 2024 23:43
Þau fengu Íslensku bókmenntaverðlaunin Steinunn Sigurðardóttir hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ból. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Gunnar Helgason og Rán Flygenryng hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa. Lífið 31. janúar 2024 20:57
Eins og gleðisprauta í rasskinnina Edda Björgvins segir að nokkrar mínútur af dansi með Önnu Claessen sé eins og gleðisprauta í rassinn. Lífið 31. janúar 2024 14:01
Græddi milljarða en þótti hann engu að síður hafa verið svikinn Milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn uppboðshúsinu Sotheby's í Bandaríkjunum, sem hann sakaði um að hafa haft af sér milljónir dollara. Erlent 31. janúar 2024 08:14
„Það er eins og ég hafi séð fyrir að hann myndi deyja“ „Ég er búin að upplifa ýmis áföll á lífsleiðinni þannig að ég hef svolítið neyðst til að fara í sjálfsvinnu og sjálfsskoðun, byggja mig upp og svona. Svo samtvinnast það tónlistinni þar sem ég nota tónlistina í þessa sjálfsvinnu,“ segir tónlistarkonan Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. Tónlist 31. janúar 2024 07:01
Ísland keppir á fyrra undanúrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí. Lífið 30. janúar 2024 19:00