Lífið

Veikindafríi Páls Óskars lokið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Páll Óskar Hjálmtýsson er einn ástsælasti söngvari Íslendinga.
Páll Óskar Hjálmtýsson er einn ástsælasti söngvari Íslendinga. Vísir/Vilhelm

Páll Óskar tilkynnti að eftir að hafa haldið fjögurra klukkustunda „Pallaball“ sé veikindaleyfinu hans formlega lokið. Hann þríkjálkabrontaði í byrjun árs.

Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson þríkjálkabrotnaði þegar hann féll í yfirlið á heimilinu sínu. Orsök yfirliðsins voru hjartalyf sem hann hefur verið á í þrjú ár.

„En ég þarf að búa við það að út af þessum hjartagalla að þá getur liðið yfir mig. Ef ég er undir kannski ákveðnum kringumstæðum eða ef ég hreinlega hleð of miklu álagi á sjálfan mig. Það gerist bara á sunnudaginn. Ég er búinn að vinna yfir mig. Þetta er engum öðrum að kenna nema mér,“ sagði hann í viðtali á Bylgjunni í lok janúar.

Páll Óskar segir allar fyllingar hafa farið úr tönnunum og sjö tennur brotnað. Hann þurfti að fara í skurðaðgerð og var vírum og teygjum komið fyrir til að halda kjálkanum saman í sex vikur.

Páll Óskar virðist þá hafa alveg jafnað sig og hélt fjögurra klukkustunda ball í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Í kvöld syngur hann svo á Ísafirði en mikil hefð er fyrir „Pallaballi“ fyrir vestan yfir páskana. 

Páll Óskar greindi frá þessum fregnum á Facebook síðu sinni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.