Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:34 Joseph Seiders var trommari The New Pornographers í ellefu ár þar til hann var rekinn úr sveitinni eftir að hafa verið ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis og áreitni. Getty Joseph Seiders, trommari indírokksveitarinnar The New Pornographers, var handtekinn í Suður-Kaliforníu fyrr í mánuðinum og ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn og brjóta gegn friðhelgi einkalífs. Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“