Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2025 21:26 Litla hryllingsbúðin hefur slegið í gegn á Akureyri enda meira og minna uppselt á allar sýningar frá því í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00. Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00.
Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira