Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Segir ó­boð­legt að halda tvenn jól í röð án jóla­tón­leika

Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Ingó Veður­guð verður ekki með í upp­setningu Grea­se

Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“

„Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag.

Lífið
Fréttamynd

Bjóða ungu fólki á Rómeó og Júlíu festival

Þjóðleikhúsið mun standa fyrir einstakri leikhúshátíð fyrir unga fólkið í tengslum við frumsýningu á Rómeó og Júlíu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Stóra sviðinu þann 4. september.

Lífið
Fréttamynd

Sjö fengin til að skapa Ára­móta­skaupið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

Dynasty-leikari fallinn frá

Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti

„Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Kanye vill verða Ye

Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum.

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF

Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Band­menn Sex Pi­stols höfðu betur gegn Johnny Rotten

Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina.

Erlent
Fréttamynd

Einn stofn­með­lima UB40 er látinn

Saxófónleikarinn, lagasmiðurinn og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, Brian Travers, er látinn, 62 ára að aldri. Hann lést í gær af völdum krabbameins.

Lífið
Fréttamynd

Don Everly er fallinn frá

Bandaríski tónlistarmaðurinn Don Everly, annar Everly-bræðranna, er látinn, 84 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldu Everly staðfesti í samtali við bandaríska fjölmiðla um helgina að hann hafi andast í Nashville á laugardaginn, en gaf ekki upp um dánarorsök.

Lífið
Fréttamynd

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.

Erlent