Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 14:10 Brendan Fraser er nær óþekkjanlegur í fyrstu myndinni sem birtist úr The Whale. Skjáskot Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. Á tíunda áratug síðustu aldar og upp úr aldamótum var Brendan Fraser ein af skærustu stjörnum Hollywood og var í aðalhlutverkum í myndum á borð við The Mummy, Journey to the Center of the Earth og Looney Tunes. Undanfarinn áratug hefur hins vegar ekki farið mikið fyrir Fraser þó hann hafi tekið að sér stöku hlutverk í þáttum og myndum. Stjarna Fraser er farin að rísa að nýju eftir að hann var nánast horfinn úr Hollywood.Getty/Santiago Felipe Árið 2018 greindi hann svo frá því að það hefði ekki verið hans ákvörðun að láta sig hverfa á þennan hátt. Hann sagði að sér hefði verið bolað úr Hollywood eftir að hann greindi frá kynferðislegri áreitni af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association. Og nú hefur Fraser hafið endurkoma sína í Hollywood. Leikur býsna umfangsmikið hlutverk Í fyrra lék Brendan Fraser aukahlutverk í glæpatryllinum No Sudden Move eftir Steven Soderbergh og á næsta ára kemur út nýjasta mynd Martin Scorsese, Killers of the Flower Moon, sem Fraser leikur í. Núna í september verður The Whale með Fraser í aðalhlutverki frumsýnd í Feneyjum. Premiering at the 79th Venice Film Festival Darren Aronofsky's THE WHALE starring Brendan Fraser and Sadie Sink Joanna Hogg's THE ETERNAL DAUGHTER starring Tilda Swinton Ti West's PEARL starring Mia Goth pic.twitter.com/AxlAbhWDRo— A24 (@A24) July 26, 2022 Í myndinni sem er leikstýrt af Íslandsvininum Darren Aronofsky leikur Fraser hinn miðaldra Charlie sem er í mikilli yfirvigt og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Auk Fraser leikur Sadie Sink í myndinni en hún er best þekkt fyrir leik sinn í Stranger Things. Til að bregða sér í gervi hins 270 kílóa Charlie þurfti Fraser að notast við mikinn andlitsfarða, gervihúð og stóran og mikinn líkamsbúning. „Þetta verður eins og eitthvað sem þið hafið ekki séð áður,“ sagði Fraser um myndina í viðtali við Unilad á síðasta ári. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Telur sig hafa verið gerðan hornreka í Hollywood eftir að hafa verið áreittur kynferðislega Leikarinn Brendan Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds. 23. febrúar 2018 10:18 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar og upp úr aldamótum var Brendan Fraser ein af skærustu stjörnum Hollywood og var í aðalhlutverkum í myndum á borð við The Mummy, Journey to the Center of the Earth og Looney Tunes. Undanfarinn áratug hefur hins vegar ekki farið mikið fyrir Fraser þó hann hafi tekið að sér stöku hlutverk í þáttum og myndum. Stjarna Fraser er farin að rísa að nýju eftir að hann var nánast horfinn úr Hollywood.Getty/Santiago Felipe Árið 2018 greindi hann svo frá því að það hefði ekki verið hans ákvörðun að láta sig hverfa á þennan hátt. Hann sagði að sér hefði verið bolað úr Hollywood eftir að hann greindi frá kynferðislegri áreitni af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association. Og nú hefur Fraser hafið endurkoma sína í Hollywood. Leikur býsna umfangsmikið hlutverk Í fyrra lék Brendan Fraser aukahlutverk í glæpatryllinum No Sudden Move eftir Steven Soderbergh og á næsta ára kemur út nýjasta mynd Martin Scorsese, Killers of the Flower Moon, sem Fraser leikur í. Núna í september verður The Whale með Fraser í aðalhlutverki frumsýnd í Feneyjum. Premiering at the 79th Venice Film Festival Darren Aronofsky's THE WHALE starring Brendan Fraser and Sadie Sink Joanna Hogg's THE ETERNAL DAUGHTER starring Tilda Swinton Ti West's PEARL starring Mia Goth pic.twitter.com/AxlAbhWDRo— A24 (@A24) July 26, 2022 Í myndinni sem er leikstýrt af Íslandsvininum Darren Aronofsky leikur Fraser hinn miðaldra Charlie sem er í mikilli yfirvigt og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Auk Fraser leikur Sadie Sink í myndinni en hún er best þekkt fyrir leik sinn í Stranger Things. Til að bregða sér í gervi hins 270 kílóa Charlie þurfti Fraser að notast við mikinn andlitsfarða, gervihúð og stóran og mikinn líkamsbúning. „Þetta verður eins og eitthvað sem þið hafið ekki séð áður,“ sagði Fraser um myndina í viðtali við Unilad á síðasta ári.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Telur sig hafa verið gerðan hornreka í Hollywood eftir að hafa verið áreittur kynferðislega Leikarinn Brendan Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds. 23. febrúar 2018 10:18 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Telur sig hafa verið gerðan hornreka í Hollywood eftir að hafa verið áreittur kynferðislega Leikarinn Brendan Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds. 23. febrúar 2018 10:18