Myndin, sem byggir á hinu sívinsæla hlutverkaspili Dungeons & Dragons, eða Drekar og dýflissur, kemur út í mars á næsta ári. Meðal leikara eru Michelle Rodriguez og Chris Pine.
Í stiklunni sem kom út í gær má sjá vítt skot af eldgosinu í Geldingadölum, þar sem tveir knapar þeysast fram hjá því á miklum hraða.
Eldgosið í Geldingadölum hófst að kvöldi 19. mars á síðasta ári og var lýst formlega lokið 18. desember, þó hraunflæði frá því hefði hætt þremur mánuðum fyrr.
Hér að neðan má sjá stikluna.