„Nóg af grúvi og góðu skapi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. júlí 2022 15:31 Sara Mjöll Magnúsdóttir stendur fyrir tónleikum á Skuggabaldri annað kvöld. Daníel Starrason Sara Mjöll Magnúsdóttir er jazz tónlistarkona, píanó- og hammond-orgel leikari sem stendur fyrir tónleikum á morgun, 28. júlí, á Skuggabaldri. Sara Mjöll stundar nám við William Paterson University og er búin að búa í New Jersey í Bandaríkjunum í nokkur ár. Í háskólanum leggur Sara stund á jazz tónlistarnám og lærir hjá einum besta hammond leikara í New York en samkvæmt henni er ekki mjög algengt að sjá Hammond leikara hér á Íslandi. „Hammond hljóðfærið er frábrugðið píanói og í stað þess að hafa bara eitt hljómborð eru tvö hljómborð sem spilað er á og svo er spilað á fótbassa með fótunum,“ segir Sara og bætir við: „Það er einnig frábrugðið hefðbundnum kirkjuorgelum á þann hátt að það hefur mýkri tón, orgelið hefur meiri drífandi bassa sem líkist kontrabassa og hentar því vel í jazz tónlist. Það hefur einnig mikið verið notað í allskyns popp og soul dægurtónlist í gegnum tíðina sem og gospel tónlist.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Á morgun heldur Sara sína fyrstu Hammond orgel tónleika hérlendis en hún hefur verið í jazz senunni á Íslandi um árabil sem píanóleikari. Sem dæmi hefur hún komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur tvisvar og spilað á öllum helstu jazz stöðum Reykjavíkurborgar. Einnig hefur hún starfað sem tónskáld og samið tónlist fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Blaðamaður tók púlsinn á Söru og fékk að heyra meira um hennar tónlist og líf. Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði í tónlist snemma í grunnskóla og var lengst í klassísku píanónámi. Jazz og blús var samt alltaf tónlistin sem heillaði mig, ég flutti til Reykjavíkur 16 ára og fór í jazz píanónám í FÍH. Smám saman upp úr tvítugu fór ég að spila gigg hér og þar og snjóboltinn hefur rúllað síðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Hvað heillaði þig við Hammond orgelið? Grúvið og sálin heillaði mig við Hammond orgelið. Gamla soundið úr gospel og soul tónlist í bland við jazz með gangandi bassa. Það er svo mennskt sound í Hammond orgelinu og mikil sál. Ég fékk svo tækifæri til að læra hjá einum helsta Hammond leikara New York borgar, Mike LeDonne, svo þetta hljóðfæri hefur átt hug minn allan nýlega. Hvernig hefur þú þróast sem tónlistarkona á undanförnum árum? Ég hef búið í Bandaríkjunum seinustu ár og verið í háskólanámi í jazztónlist. Ég bý rétt fyrir utan New York, og borgin iðar af allri mögulegri tónlist. New York er heillandi kaós þar sem allt er í boði. Ég hef lært ótrúlega margt og það hefur verið erfitt en gefandi. Áður en ég fór til Bandaríkjanna hafði ég í nokkur ár starfað við að spila ýmis jazz gigg í Reykjavík og kenna á píanó. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Seinustu ár hef ég á margan hátt verið að finna aftur minn kjarna sem tónlistarkona. Ég þurfti að finna það aftur hvað mér finnst skemmtilegast að spila, og leitast við að spila einmitt það. Að finna tæra spilagleði er dýrmætt og mikilvægt að miðla því sem performer. Það er svo miklu skemmtilegra að hlusta á einhvern sem er að njóta sín. Ég hef því verið að einbeita mér undanfarið að tónlistinni sem fékk mig til að vilja spila jazz sem unglingur, sem er meira gamaldags jazz. Hammondið passar þar vel inn í, að spila á Hammond orgelið er algjörlega ég. Önnur ástríða mín er að útsetja og semja fyrir stórsveitir (e. big band), sem ég hef einnig verið að einbeita mér að undanfarin misseri. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Hvað finnst þér skemmtilegast við tónlistina? Mér finnst skemmtilegast við tónlistina að spila með öðrum og að skapa eitthvað fallegt og spennandi í sameiningu. Að fá að njóta augnabliksins í tónlistinni upp á sviði með góðum vinum og meðspilurum eru algjör forréttindi. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Að lokum segist Sara virkilega spennt fyrir morgundeginum. Þetta eru mínir fyrstu Hammond tríó tónleikar á Íslandi svo ég er virkilega spennt fyrir þeim. Við munum spila alls kyns jazz, blús og soul tónlist. Það verður nóg af grúvi og góðu skapi. Með mér verða Hróðmar Sigurðsson á gítar og Óskar Kjartansson á trommur. Ég hvet svo alla til þess að fara og hlusta á jazz sem oftast á Skuggabaldri. Frábær jazztónleikastaður við Austurvöll sem hefur skapað alveg einstaka stemningu í miðbænum, svona staður er virkilega mikilvægur fyrir jazz senuna á Íslandi. Tónlist Bandaríkin Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í háskólanum leggur Sara stund á jazz tónlistarnám og lærir hjá einum besta hammond leikara í New York en samkvæmt henni er ekki mjög algengt að sjá Hammond leikara hér á Íslandi. „Hammond hljóðfærið er frábrugðið píanói og í stað þess að hafa bara eitt hljómborð eru tvö hljómborð sem spilað er á og svo er spilað á fótbassa með fótunum,“ segir Sara og bætir við: „Það er einnig frábrugðið hefðbundnum kirkjuorgelum á þann hátt að það hefur mýkri tón, orgelið hefur meiri drífandi bassa sem líkist kontrabassa og hentar því vel í jazz tónlist. Það hefur einnig mikið verið notað í allskyns popp og soul dægurtónlist í gegnum tíðina sem og gospel tónlist.“ View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Á morgun heldur Sara sína fyrstu Hammond orgel tónleika hérlendis en hún hefur verið í jazz senunni á Íslandi um árabil sem píanóleikari. Sem dæmi hefur hún komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur tvisvar og spilað á öllum helstu jazz stöðum Reykjavíkurborgar. Einnig hefur hún starfað sem tónskáld og samið tónlist fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Blaðamaður tók púlsinn á Söru og fékk að heyra meira um hennar tónlist og líf. Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði í tónlist snemma í grunnskóla og var lengst í klassísku píanónámi. Jazz og blús var samt alltaf tónlistin sem heillaði mig, ég flutti til Reykjavíkur 16 ára og fór í jazz píanónám í FÍH. Smám saman upp úr tvítugu fór ég að spila gigg hér og þar og snjóboltinn hefur rúllað síðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Hvað heillaði þig við Hammond orgelið? Grúvið og sálin heillaði mig við Hammond orgelið. Gamla soundið úr gospel og soul tónlist í bland við jazz með gangandi bassa. Það er svo mennskt sound í Hammond orgelinu og mikil sál. Ég fékk svo tækifæri til að læra hjá einum helsta Hammond leikara New York borgar, Mike LeDonne, svo þetta hljóðfæri hefur átt hug minn allan nýlega. Hvernig hefur þú þróast sem tónlistarkona á undanförnum árum? Ég hef búið í Bandaríkjunum seinustu ár og verið í háskólanámi í jazztónlist. Ég bý rétt fyrir utan New York, og borgin iðar af allri mögulegri tónlist. New York er heillandi kaós þar sem allt er í boði. Ég hef lært ótrúlega margt og það hefur verið erfitt en gefandi. Áður en ég fór til Bandaríkjanna hafði ég í nokkur ár starfað við að spila ýmis jazz gigg í Reykjavík og kenna á píanó. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Seinustu ár hef ég á margan hátt verið að finna aftur minn kjarna sem tónlistarkona. Ég þurfti að finna það aftur hvað mér finnst skemmtilegast að spila, og leitast við að spila einmitt það. Að finna tæra spilagleði er dýrmætt og mikilvægt að miðla því sem performer. Það er svo miklu skemmtilegra að hlusta á einhvern sem er að njóta sín. Ég hef því verið að einbeita mér undanfarið að tónlistinni sem fékk mig til að vilja spila jazz sem unglingur, sem er meira gamaldags jazz. Hammondið passar þar vel inn í, að spila á Hammond orgelið er algjörlega ég. Önnur ástríða mín er að útsetja og semja fyrir stórsveitir (e. big band), sem ég hef einnig verið að einbeita mér að undanfarin misseri. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Hvað finnst þér skemmtilegast við tónlistina? Mér finnst skemmtilegast við tónlistina að spila með öðrum og að skapa eitthvað fallegt og spennandi í sameiningu. Að fá að njóta augnabliksins í tónlistinni upp á sviði með góðum vinum og meðspilurum eru algjör forréttindi. View this post on Instagram A post shared by Sara Mjöll Magnu sdo ttir (@saramjollm) Að lokum segist Sara virkilega spennt fyrir morgundeginum. Þetta eru mínir fyrstu Hammond tríó tónleikar á Íslandi svo ég er virkilega spennt fyrir þeim. Við munum spila alls kyns jazz, blús og soul tónlist. Það verður nóg af grúvi og góðu skapi. Með mér verða Hróðmar Sigurðsson á gítar og Óskar Kjartansson á trommur. Ég hvet svo alla til þess að fara og hlusta á jazz sem oftast á Skuggabaldri. Frábær jazztónleikastaður við Austurvöll sem hefur skapað alveg einstaka stemningu í miðbænum, svona staður er virkilega mikilvægur fyrir jazz senuna á Íslandi.
Tónlist Bandaríkin Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira