Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Már kannar hvort blindur maður geti flogið flug­vél

Sund- og tónlistarmaðurinn síkáti Már Gunnarsson hefur gert ýmislegt magnað á lífsleiðinni, eins og til dæmis að slá heimsmet í sundi og freistað þess að taka þátt í Eurovision. Nú virðist flugklefinn næsti áfangastaður Más.

Lífið
Fréttamynd

Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum

Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu

Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús.

Innlent
Fréttamynd

Labbaði beint í fangið á Katy Perry

Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum

Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero.

Lífið
Fréttamynd

„Master Chief“ nýtur lífsins á Ís­landi

Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours.

Lífið
Fréttamynd

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Tónlist
Fréttamynd

Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla

Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“

Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“

„Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör.

Tónlist
Fréttamynd

Pat­rekur segir Birgittu ekki hafa átt neðan­beltis­höggin skilið

Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­ganga þar sem níu­tíu ár eru liðin frá fyrstu út­förinni í Foss­vogs­kirkju­garði

Níutíu ár eru í dag liðin frá því fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði og að garðurinn var þar með tekinn í notkun. Í tilefni þessa verður boðið upp á sögugöngu næstkomandi sunnudag klukkan 14:30 þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur mun leiða gesti um gerðinn og gera grein fyrir sögu kirkjugarðsins og völdum minningarmörkum.

Menning
Fréttamynd

Léttleiki og húmor í listrænni samvinnu

Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6.

Menning
Fréttamynd

Dolly selur hár­kollur ætlaðar hundum

Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili.

Lífið
Fréttamynd

Hildur Guðna orðuð við Óskars­verð­laun

Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina.

Lífið
Fréttamynd

Birgitta miður sín og biðst af­sökunar

Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 

Lífið
Fréttamynd

Fagna því að stúdentar hafi endur­heimt úti­há­tíðina sína

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Menning
Fréttamynd

Segir orð Birgittu vera kjafts­högg

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi.

Lífið