„Það er best að ég haldi kjafti“ Það fór ekki vel ofan í Rúrik Gíslason að vera skipt af velli í 3-1 tapi FC Kaupmannahafnar gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 24. október 2013 10:00
Rooney: Við áttum að vinna þetta 3-0, 4-0 eða 5-0 Wayne Rooney átti mjög góðan leik í kvöld þegar Manchester United vann 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad í Meistaradeildinni í fótbolta. Fótbolti 23. október 2013 20:54
Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Fótbolti 23. október 2013 18:30
Erfitt kvöld hjá Ragnari og Rúriki í Tyrklandi Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Fótbolti 23. október 2013 18:15
Ronaldo kominn með sjö mörk í þremur Meistaradeildarleikjum Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár. Fótbolti 23. október 2013 18:00
Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Fótbolti 23. október 2013 18:00
Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum. Fótbolti 23. október 2013 15:15
Ragnar: Hef mætt stærri stjörnum en Drogba Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða í eldlínunni þegar FCK mætir tyrkneska liðinu Galatasary í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fer fram í Tyrklandi. Fótbolti 23. október 2013 14:30
Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. Fótbolti 22. október 2013 22:45
Arteta: Þetta er erfiðasti riðillinn í Meistaradeildinni í ár Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, var svekktur eftir 1-2 tap á móti Borussia Dortmund í toppslag F-riðilsins í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Dortmund skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 22. október 2013 21:31
Torres: Ég öskraði á Eden að gefa boltann Fernando Torres, framherji Chelsea, skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke í Meistaradeildinni í kvöld en Þjóðverjarnir voru ekki búnir að fá á sig mark eftir tvo fyrstu leikina. Fótbolti 22. október 2013 21:23
Atlético Madrid á miklu skriði í Meistaradeildinni - úrslit kvöldsins Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Fótbolti 22. október 2013 18:30
Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 22. október 2013 18:15
Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér. Fótbolti 22. október 2013 18:15
Tvö mörk frá Torres og Chelsea upp í toppsæti riðsilsins Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 22. október 2013 18:15
Barcelona náði ekki inn sigurmarkinu á San Siro AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Fótbolti 22. október 2013 18:15
Rifin hans Ashley Cole ennþá aum Ashley Cole, bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, fór ekki með Chelsea-liðinu til Þýskalands í dag þar sem liðið mætir Schalke í Meistaradeildinni á morgun. Enski boltinn 21. október 2013 17:00
Misstum hausinn við fyrsta markið Þór/KA féll í gær úr leik í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 4-1, gegn Zorkiy í Rússland. Þór/KA tapaði rimmunni því samanlagt 6-2. Fótbolti 17. október 2013 07:30
Sara Björk og Þóra flugu áfram í Meistaradeildinni Sara Björg Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir og félagar í sænska liðinu Malmö unnu í dag stórsigur á Lilleström, 5-0, í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 16. október 2013 18:54
Þór/KA úr leik í Meistaradeildinni Þór/KA er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap, 4-1, gegn Zorkiy í Rússlandi í dag. Þór/KA tapaði rimmunni samanlagt, 6-2. Fótbolti 16. október 2013 14:52
Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Fótbolti 12. október 2013 17:26
Jóhann Kristinn ætlar áfram með Þór/KA í Meistaradeildinni "Völlurinn er enn iðagrænn, hiti undir honum og allt klár,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fyrir leikinn gegn rússneska liðinu Zorkiy í viðtali við Þór TV. Fótbolti 9. október 2013 13:45
Sandra María spennt fyrir leiknum gegn FC Zorkiy Í dag fer fram fyrri viðureign Þórs/KA og FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Þórsvellinum og hefst leikurinn klukkan fjögur. Fótbolti 9. október 2013 12:15
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FC Zorkiy 1-2 Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2. Fótbolti 9. október 2013 11:38
Ribery: Ég vinn meira fyrir liðið en Messi og Ronaldo Franck Ribery, liðsmaður Bayern Munchen og Knattspyrnumaður ársins hjá UEFA á árinu 2013, segir að hann vinni meira fyrir sitt lið en þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem eru af flestum taldir vera bestu fótboltamenn í heimi. Fótbolti 4. október 2013 21:45
Zlatan: Rooney, komdu til Parísar og spilaðu með mér Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic vill að Wayne Rooney verði liðsfélagi sinn hjá franska félaginu Paris Saint Germain fari svo að enski landsliðsmaðurinn yfirgefi Manchester United. Zlatan ræddi þetta í viðtali við The Sun. Fótbolti 4. október 2013 20:45
Ég bjóst við meiri mótspyrnu frá City Arjen Robben, leikmaður Bayern Munchen, var sáttur eftir sigurinn gegn Manchester City í gær en liðið vann 3-1 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Manchester-borg. Fótbolti 3. október 2013 11:00
Ronaldo fékk treyjuna hans Rúriks Rúrik Gíslason, leikmaður FCK, kom við sögu í leiknum gegn Real Madrid í gær en liðið tapaði 4-0 á Bernabéu. Fótbolti 3. október 2013 09:30
Pellegrini: Við spiluðum skelfilega en Bæjarar voru frábærir Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, horfði upp á sína menn steinliggja 1-3 á heimavelli á móti frábæru liði Bayern Munchen. Bæjarar yfirspiluðu City-menn stærsta hluta leiksins en enska liðið náði að laga stöðuna undir lokin. Fótbolti 2. október 2013 21:34
Robben: Spiluðum stórkostlega fyrstu 70 mínúturnar Arjen Robben og félagar í Bayern Munchen fóru illa með Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld og hollenski vængmaðurinn var óviðráðanlegur á hægri kantinum í 3-1 sigri. Bayern hefði getað skorað miklu fleiri mörk þegar liðið yfirspilaði City-menn fram eftir leik en undir lok leiksins náði enska liðið aðeins að bíta frá sér. Fótbolti 2. október 2013 21:20