Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

„Ég er ekkert hrædd við þetta“

„Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Með frelsi hverra að leiðarljósi?

Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala?

Skoðun
Fréttamynd

Fólk í sótt­kví fær ekki að dvelja á far­sóttar­húsum

Heil­brigðis­ráð­herra hefur tekið á­kvörðun um að breyta reglu­gerð sinni um far­sóttar­hús þannig að húsin verði að­eins fyrir þá sem þurfa að vera í ein­angrun. Samninga­við­ræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum far­sóttar­húsum á lag­girnar.

Innlent
Fréttamynd

Við­búið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr ein­angrun

Bólu­sett fólk í ein­angrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri ein­angrunar­tíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Co­vid-göngu­deildarinnar sem hafa tekið síma­við­töl við smitaða ein­stak­linga og eru með góða yfir­sýn yfir það til hverra styttri ein­angrunar­tími nær.

Innlent
Fréttamynd

Rakningar­teymið nær ekki lengur að sinna öllum

Svo margir greinast nú dag­­lega með kórónu­veiru­­smit að smitrakningar­teymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sótt­kví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir sam­band við þá sem þeir hafa verið í ná­vígi við og sendir rakningar­teymið að­eins á þá SMS með á­minningu um að þeir séu komnir í sótt­kví.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að yfir­gefa far­sótta­hús fullur

Lög­regla hand­tók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gær­kvöldi en sá átti að vera í far­sótta­húsi. Hann hafði yfir­gefið far­sótta­húsið ofur­ölvi í gær­kvöldi og var sökum á­stands síns vistaður í fanga­geymslu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Við stöndum betur að vígi en meiri­hluti mann­kyns“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist.

Innlent
Fréttamynd

Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wu­han

Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking.

Erlent
Fréttamynd

Segir ferðahug í fólki þrátt fyrir uppsveiflu

Margir hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna breytinga eða afpöntunar utanlandsferða. Samskiptastjóri Play segir fólk hikandi við að bóka flug en að ferðahugur sé í fólki þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lagið hefur ekki efni á að 2020 endur­taki sig

Íslenskt atvinnulíf kallar eftir trúverðugri langtímastefnu frá stjórnvöldum þegar tíðni alvarlegra veikinda á meðal bólusettra skýrist um miðjan næsta mánuð. Hvorki atvinnulífið né almenningur hafi efni á að hverfa aftur til ástands á borð við það sem ríkti hér á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sofa í bílnum með Covid-19

Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull.

Innlent
Fréttamynd

Sýna­töku­prófin segja ekki bara já eða nei

Það kemur fyrir að falskar já­kvæðar niður­stöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Bæði getur verið um tækni­leg frá­vik að ræða en einnig að út komi „mjög ó­af­gerandi niður­stöður“ úr sýna­tökunni.

Innlent
Fréttamynd

Elskar að djamma en fær ekki að djamma

Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað.

Tónlist
Fréttamynd

Óttast um þátt­töku í mikilvægri klíniskri til­raun og vilja bólu­setningu sem fyrst

Foreldrar ellefu ára gamals drengs með Duchenne-sjúkdóminn hafa kallað eftir því að hann fái bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi svo hann komist sem fyrst til Kanada, til þess að þátttaka þeirra í klíniskri tilraun á lyfi sem þau segja að hafi stórbætt lífsgæði drengsins og bróður hans, sem einnig er með Duchenne, sé ekki í hættu. Málið er í skoðun hjá sóttvarnaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Stytta ein­angrun bólu­settra niður í 10 daga

Sótt­varna­læknir hefur tekið á­kvörðun um að stytta ein­angrunar­tíma þeirra sem hafa smitast af Co­vid-19 ef þeir eru bólu­settir og geta talist til „hraustra ein­stak­linga“. Þeir verða fram­vegis að­eins að vera í ein­angrun í tíu daga en ekki tvær vikur eins og hefur verið hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Delta-af­brigðið jafn smitandi og hlaupa­bóla

Delta-af­brigði kórónu­veirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venju­legu kvefi, ár­legum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sótt­varna­stofnunar Banda­ríkjanna (CDC). Talið er að delta-af­brigðið sé eins smitandi og hlaupa­bóla, sem er afar smitandi sjúk­dómur.

Erlent
Fréttamynd

Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun

Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum.

Innlent