Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:46 Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. Vísir/Einar Árnason Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum. Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35