Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. Innlent 29. september 2021 11:59
22 greindust með kórónuveiruna í gær 22 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. Innlent 29. september 2021 10:51
Legó styrkir UNICEF um níu milljarða til að dreifa bóluefni Með styrknum verður LEGO Foundation stærsti styrktaraðili UNICEF í þessum verkefnum úr hópi einkaaðila. Heimsmarkmiðin 29. september 2021 10:19
Geta A-vítamíndropar læknað laskað lyktarskyn? A-vítamíndropar gætu hjálpað við að laga horfið eða breytt lyktarskyn vegna sýkingar af völdum SARS-CoV-2. University of East Anglia hefur boðað rannsókn til að kanna þennan möguleika, sem mun taka tólf vikur. Erlent 29. september 2021 08:41
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. Innlent 28. september 2021 22:09
Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Körfubolti 28. september 2021 18:00
Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila. Körfubolti 28. september 2021 15:30
Tengdir Íslandi þurfa ekki að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi Felld verður niður krafa um að einstaklingar með tengsl við Ísland þurfi að framvísa neikvæðu Covid prófi við komu til landsins. Farþegar í tengiflugi sem ekki fara út fyrir landamærastöð verða einnig undanþegnir framvísun slíks vottorðs. Breytingarnar taka gildi 1. október. Innlent 28. september 2021 14:51
32 greindust með kórónuveiruna í gær 32 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 44 prósent. Átján voru utan sóttkvíar, eða 56 prósent. Innlent 28. september 2021 10:53
Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Íslenski boltinn 28. september 2021 08:31
Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 27. september 2021 23:36
Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Lengi má manninn reyna, svo ekki sé minnst á ástarsambandið. Undanfarin misseri hafa óhjákvæmilega reynt á ýmsar stoðir lífsins sökum heimsfaraldurs, bæði í samfélaginu sem og einkalífinu. Makamál 27. september 2021 20:00
Bóluefni frá Íslandi komið til Afríku Alls fóru 35.700 skammtar frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar. Heimsmarkmiðin 27. september 2021 12:11
24 greindust innanlands 24 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 33 prósent. Sextán voru utan sóttkvíar, eða 66 prósent. Fréttir 27. september 2021 10:46
Ljóst að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnir um helgina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að mannamót helgarinnar – bæði kosningavökur stjórnmálaflokka og fögnuðir tengdum fótbolta – komi ekki til með að skila sér í fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu. Hann segir ljóst að margir hafi ekki sérstaklega haft hugann við sóttvarnir um liðna helgi og að hann voni að það komi ekki í bakið á okkur. Innlent 27. september 2021 08:18
Rak eiginmanninn út á gaddinn til að upplifa töfrabragð kjörstjóra Dagný Guðjónsdóttir þurfti að hafa aðeins meira fyrir því að nýta kosningaréttinn í dag en flestir aðrir. Kjördagur lenti á sjöunda degi einangrunar og áður en hún vissi af var fresturinn til að sækja um heimakosningu runninn út. Innlent 25. september 2021 23:29
Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. Innlent 25. september 2021 08:00
Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. Viðskipti erlent 25. september 2021 07:55
Þurfa ekki að vera heima með barni þar til það er útskrifað úr einangrun Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir hefur uppfært leiðbeiningar um útskrift úr einangrun þar sem fleiri en einn eru saman í einangrun á sama stað. Innlent 24. september 2021 15:34
Hagnaður Rekstrarvara nær fimmfaldaðist í heimsfaraldri Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á hag Rekstrarvara ehf. á seinasta ári en fyrirtækið er flytur meðal annars inn hreinlætisvörur og selur áfram til fyrirtækja og einstaklinga. Viðskipti innlent 24. september 2021 14:35
Víkingar streyma í hraðprófin Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14. Innlent 24. september 2021 14:12
Norðmenn aflétta nær öllum takmörkunum á morgun Nær öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar verður aflétt í Noregi á morgun klukkan 16 að staðartíma. Erlent 24. september 2021 13:59
Aldrei fleiri kosið utankjörfundar í óvenjulegum kosningum Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar. Innlent 24. september 2021 12:04
Víkingar munu skanna hraðprófskóðann við innganginn á morgun Það er búist við troðfullri Vík á morgun þegar Víkingar geta tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í þrjátíu ár. Íslenski boltinn 24. september 2021 11:01
36 greindust innanlands með Covid-19 Í gær greindust 36 einstaklingar innanlands með Covid-19 og voru 28 í sóttkví við greiningu. Tuttugu voru óbólusettir. 348 einstaklingar eru í einangrun hér á landi vegna sjúkdómsins og 1.164 í sóttkví. Innlent 24. september 2021 10:52
Bandarísku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum verða að láta bólusetja sig Keppendur fyrir hönd Bandaríkjanna á Vetrarólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Peking á næsta ári þurfa að fara í bólusetningu vegna kórónuveirunni til að mega taka þátt. Sport 23. september 2021 17:01
Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar. Innlent 23. september 2021 15:49
„Við héldum að við myndum sleppa“ Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. Innlent 23. september 2021 12:36
Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Innlent 23. september 2021 11:51
Bólusetning við inflúensu hefst 15. október Von er á 95 þúsund skömmtum af bóluefni við inflúensu til landsins í ár. Innlent 23. september 2021 11:24