Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

133 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 138 með Covid-19 hér á landi. Af þeim voru fimm sem tengdust landamærunum. Því greindust 133 með sjúkdóminn innanlands, samkvæmt bráðabirðgatölum almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn sendir í hrað­próf

Þeim tilmælum hefur verið beint til allra sem verða viðstaddir þegar nýtt þing kemur saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn að fara í hraðpróf við kórónuveirunni. Um er að ræða ráðstöfun sem ætlað er að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla skaut á Covid-mótmælendur

Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir.

Erlent
Fréttamynd

Fara í víðtæka skimun á Dalvík

Smituðum hefur fjölgað töluvert í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 29 greindust smitaðir í gær og þar af 23 á Dalvík og í Dalvíkurbyggð. Til stendur að fara í víðtæka skimun á Dalvík á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Umræður um svefn bíða vegna dökkrauðs Íslands

Í ljósi nýlegra tíðina um fjölgun smita hér á landi og að Ísland sé nú orðið dökkrautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu hefur verið ákveðið að fresta SVEFN ráðstefnunni, sem átti að fara fram á mánudag í Eldborgarsal Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu

Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar.

Innlent
Fréttamynd

179 greindust innan­lands í gær

179 greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Verð­launum sam­fé­lags­lega á­byrgð

Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er barna­heill í Co­vid-far­aldri?

Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki allt í lagi að börnin smitist?

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða

Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti

Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

126 greindust innan­lands í gær

126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Innlent