Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fleiri óbólusetta hafa verið lagða inn á Landspítalann með COVID-19 síðustu daga en bólusetta. Vísir/Egill Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21