Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól

Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

147 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið

Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron

Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 

Erlent
Fréttamynd

Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir

Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 

Innlent
Fréttamynd

Heimila heimsóknir á ný

Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný.

Innlent
Fréttamynd

Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf.

Menning
Fréttamynd

128 greindust innan­lands

128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg

Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg.

Innlent